Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 103 – 9.júlí 2019

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 103. fundur haldinn  að Laugarvatni, 9. júlí 2019 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Þórarinn Magnússon áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, Byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál
1.  Holtsbraut 15 (L193068); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging – 1905058
Fyrir liggur umsókn Grétars Böðvarssonar og Sigrúnar Hrefnu Sverrisdóttur dags. 15.05.2019 móttekin 17.05.2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarhús 68 m2 á sumarhúsalóðinni Holtsbraut 15 (L193068) í Ásahreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 92,9 m2
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Hrunamannahreppur – Almenn mál
2.  Dalabyggð 7 (L1911169); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging – 1907029
Fyrir liggur umsókn Sævars Gests Jónssonar dags. 02.07.2019 móttekin 03.07.2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarhús 61,6 m2 á sumarhúsalóðinni Dalabyggð 7 (L191169) í Hrunamannahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
3.  Efra-Sel (L191686); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús – breyting – 1903032
Fyrir liggur umsókn Kaffi-Sels ehf. dags. 10.03.2019 móttekin 11.03.2019 um byggingarleyfi til að breyta notkun á íbúðarhúsnæði mhl 01 í gistihúsnæði í Efra-Seli (L191686) í Hrunamannahreppi.
Samþykkt
4. Hvítárdalur (L166775); Umsókn um byggingarleyfi; Ferðaþjónustuhús – 1906071
Fyrir liggur umsókn Jóns Bjarnasonar dags. 14.06.2019 móttekin 18.06.2019 um byggingarleyfi til að flytja tilbúið hús 56,6 m2 á jörðina Hvítárdalur (L166775) í Hrunamannahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
5. Bjarkarbraut 3 (L169153); Umsókn um byggingarleyfi; Gestahús – 1907036
Fyrir liggur umsókn BJBR3 ehf. dags. 04.07.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja gestahús 29,5 m2 á sumarhúsalóðinni Bjarkarbraut 3 (L169153) í Grímsnes- og Grafningshreppi
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
6.  Hrauntröð 44 (L226338); Umsókn um takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi – 1906077
Fyrir liggur umsókn HABS ehf. dags. 24.06.2019 móttekin sama dag um takmarkað byggingarleyfi, leyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhuguðu sumarhúsi 155,6 m2 á sumarhúsalóðinni Hrauntröð 44 (L226338) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta.
7.  Gatfell (L170151); Umsókn um byggingarleyfi; Fjallaskáli – viðbygging – 1907030
Fyrir liggur umsókn Grímsnes- og Grafningshrepps dags. 02.07.2019 mótttekin 03.07.2019 um byggingarleyfi til að byggja við fjallaskála 20 m2 á lóðinni Gatfell (L170151) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun er 53,2 m2
Samþykkt. Davíð Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu máls og Rúnar Guðmundsson ritaði fundarbókun.
8. Þrastahólar 7 (L205677); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1906067
Fyrir liggur umsókn Ásgeirs Jóhannssonar dags. 04.06.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að flyta sumarhús 35 m2 á sumarhúsalóðina Þrastahólar 7 (L205677) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
9. Bústjórabyggð 16 (L222450); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1906039
Fyrir liggur umsókn Þorsteins Vilbergs Reynissonar dags. 10.06.2019 móttekin 12.06.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 113,2 m2 á sumarhúsalóðinni Bústjórabyggð 16 (L222450) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
10. Hallkelshólar lóð 79 (L200741); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging – 1906022
Fyrir liggur umsókn Heimis Jónassonar og Erlu Heimisdóttur dags. 27.05.2019 móttekin 27.05.2019 um byggingarleyfi til að byggja viðbyggingu við sumarhús 44,8 m2 á sumarhúsalóðinni Hallkelshólar lóð 79 (L200741) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 111,4 m2
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
11.  Hallkelshólar lóð 108 (L219607); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1906076
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Árna Ólafssonar og Lilju Þorsteinsdóttur dags. 24.06.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 75,3 m2 á sumarhúsalóðinni Hallkelshólar lóð 108 (L219607) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
12.  Hallkelshólar lóð (L168508); Umsókn um byggingarleyfi, sumarhús – setja rafmagn – 1906064
Fyrir liggur umsókn Ingibjargar Sólmundardóttur og Lofts Smára Sigvaldarsonar móttekin 31.05.2019 um byggingarleyfi til að setja rafmagn í sumarhús 58,8 m2, byggingarár 1991 á sumarhúsalóðinni Hallkelshólar lóð (L168508) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt
13. Stærri-Bær 1; Umsókn um byggingarleyfi; fjós – viðbygging – 1906072
Fyrir liggur umsókn Ágústs Gunnarssonar og Önnu Margrétar Gunnarsdóttur dags. 13.06.2019 móttekin 18.06.2019 um byggingarleyfi til að byggja við fjós 638.5 m2 á jörðinni Stærri-Bær I (L168283) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
14.  Grafningsafréttur (L223942); Umsókn um byggingarleyfi; Vindmælimastur – 1907038
Fyrir liggur umsókn Norconsult ehf. fyrir hönd Zephyr Iceland ehf. um byggingarleyfi til uppsetningar á 80 metra háu vindmælingamastri á Mosfellsheiði á lóðinni Grafningsafréttur (L223942) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Áætlað er að tilraunaverkefnið standi yfir í 12-15 mánuði.
Samþykkt að veita byggingarleyfi til uppsetningar vindmælingamasturs í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Byggingarleyfið er gefið út til 15 mánaða.
15.  Minna-Mosfell (L169141); Umsókn um niðurrif; Sumarhús, séreign 01 – 1907042
Fyrir liggur umsókn Svanlaugar Elínar Harðardóttur, dags. 03.07.2019 móttekin 04.07.2019 um niðurrif á sumarhúsi 41,3 m2, séreign 010101, byggingarár 1977 á sumarhúsalóðinni Minna-Mosfell (L169141) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt
16. Selholt 5 (L205618); Umsókn um takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi, sumarhús – 1907043
Fyrir liggur umsókn frá Balázs András Györy og Péter Gergely Györy dags. 04.07.2019 móttekin 06.07.2019 um takmarkað byggingarleyfi, leyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhuguðu sumarhúsi 83,7 m2 á sumarhúsalóðinni Selholt 5 (L205618) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta.
17. Villingavatn (L170961); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1812005
Fyrir liggur umsókn Ólafs Arnar Oddssonar dags. 03.12.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 72 m2 ásamt að fjarlægja það sem fyrir er, byggingarár 1968 og 42,8 m2 skv. Þjóðskrá Íslands á lóðinni Villingarvatn (L170961) í Grímsnes og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
18. Langamýri 1; Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús og geymsla – 1711004
Erindið sett að nýju fyrir fund, móttekin er umsókn dags. 13.06 2019 frá Bacha Terfasa Dube, sótt er um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 88,5 m2 og geymslu, 40 m2 á sumarhúsalóðinni Langamýri 1 (L200829) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
19.  Árborg verslun (L166627); Umsókn um byggingarleyfi, steypa plan, setja olíu- og sandskilju – 1907016
Fyrir liggur umsókn frá Festi ehf. dags. 25.06.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að steypa afgreiðsluplan og setja niður olíu- og sandskilju á viðskipta- og þjónustulóðina Árborg verslun (L166627) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Samþykkt
20. Þrándartún 13 (L209162); Umsókn um byggingarleyfi, hesthús – 1906001
Tekin er fyrir aftur umsókn frá Stakkur 1 ehf. dags. 29.5.2019 um byggingarleyfi til að byggja hesthús 114,7 m2 á lóðinni Þrándartún 13 (L209162) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með uppfærðum gögnum mótt. 03.07.19.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. Davíð Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu máls og Rúnar Guðmundsson ritaði fundarbókun.
21.  Búrfellsvirkjun sundl (L166702); Umsókn um niðurrif; Sundlaug, séreign 01 – 1907019
Fyrir liggur umsókn Rauðukambar ehf. dags. 28.06.2019 móttekin sama dag um niðurrif á sundlaug, séreign 01, byggingarár 1980, 540 m2 á íbúðarhúsalóðinni Búrfellsvirkjun sundl (L166702) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Samþykkt
Bláskógabyggð – Almenn mál
22.  Borgarhólsstekkur 15 (L170551); Tilkynningarskyld framkvæmd; Sumarhús – viðbygging – 1907033
Lögð er fram umsókn Sigrúnar Huldu Jónsdóttur um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 03.07.2019 móttekin sama dag frá löggildum hönnuði, Pálmari Halldórssyni til að byggja við sumarhús 37,3 m2 á sumarhúsalóðinni Borgarhólsstekkur 15 (L170551) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 76,7 m2
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
23.  Laugardalshólar (L186122); Umsókn um byggingarleyfi; Bílgeymsla – breyting – 1907002
Fyrir liggur umsókn Jóhanns Gunnars Friðgeirssonar dags. 01.07.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta notkun á bílageymslu í verslun fyrir heimaafurðir á íbúðarhúsalóðinni Laugardalshólar (L186122) í Bláskógabyggð.
Samþykkt
24.  Reykjavegur 1A (L167270); Tilkynningarskyld framkvæmd; Sumarhús – viðbygging – 1907028
Lögð er fram umsókn Magnúsar G. Kristbergssonar og Helenu Bjarman um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 02.06.2019 móttekin 02.07.2019 frá löggildum hönnuði, Jóni Guðmundssyni til að byggja við sumarhús 32,8 m2 á sumarhúsalóðinni Reykjavegur 1A (L 167270) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 100,1 m2.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
25.  Brautarhóll lóð (L174827); Umsókn um byggingarleyfi; Olía- og sandskilja – 1907017
Fyrir liggur umsókn frá Festi ehf. dags. 25.06.219 móttekin 28.06.2019 um byggingarleyfi til að setja niður olíu- og sandskilju á viðskipta- og þjónustulóðina Brautarhóll lóð (L174827) í Bláskógabyggð.
Samþykkt
26. V-Gata 18 (L170746); Umsókn um byggingarleyfi; Bátaskýli – 1907035
Fyrir liggur umsókn Margrétar Sigurðardóttur dags. 21.12.2018 móttekin 03.07.2019 um byggingarleyfi til að byggja bátaskýli 30,1 m2 á sumarhúsalóðinni V-Gata 18 (L170746) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
27. Árbrún (L167219); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1907037
Fyrir liggur umsókn Þuríðar Erlu Sigurgeirsdóttur og Ágústar Eiríkssonar dags. 05.07.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús með svefnlofti að hluta 75,2 m2 á sumarhúsalóðinni Árbrún (L167219) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
28. Lindarskógur 1 (L189544); Stöðuleyfi, gámar – 1907041
Fyrir liggur umsókn Kristrúnar Sigurfinnsdóttur og Guðmundar B. Böðvarssonar um stöðuleyfi fyrir fimm gáma, þrjá 40 ft. undir búslóð, einn 20 feta gám sem verkfærageymsla og einnig 10 feta gám fyrir dekkjageymslu á lóðinni Lindarskógur (L189544) í Bláskógabyggð.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.7.2020
29. Heslilundur 1 (L170428); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1905053
Fyrir liggur umsókn Péturs Einarssonar dags. 13.05.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 28,7 m2 á sumarhúsalóðinni Heslilundur 1 (L170428) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt.
Flóahreppur – Almenn mál
30. Brimstaðir (L200163); Umsókn um byggingarleyfi; Gestahús – 1903056
Fyrir liggur umsókn Guðbjargar Lilju Bergsdóttur dags. 19.03.2018 móttekin 25.03.2019 um byggingarleyfi til að flytja gestahús 43,1 m2 á jörðina Brimstaði (L200163) í Flóahreppi.
Samþykkt
31.  Halakot 13 (L166304); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging – 1907025
Fyrir liggur umsókn Guðlaugs Björns Ragnarssonar dags. 02.07.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja við sumarhús 39,1 m2 á sumarhúsalóðinni Halakot 13 (L166304) í Flóahreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 93,7 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
32.  Rimar 5 (L212348); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús með innbyggðri bílageymslu – 1901043
Erindið sett að nýju fyrir fund, sótt er um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 151,9 m2 með innbyggðri bílageymslu 33,6 m2 á íbúðarhúsalóðinni Rimar 5 (L 212348) í Flóahreppi. Heildarstærð verður 185,5 m2
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012
33.  Laugardælur land (L206118); Umsókn um byggingarleyfi; Véla- og viðgerðarhús – 1903001
Fyrir liggur umsókn Sveitarfélagsins Árborgar dags. 04.07.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja véla- og viðgerðarhús 427,9 m2 á lóðinni Laugardælur land (L206118) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00