Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 101 – 29.maí 2019

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 101. fundur Afgreiðslna byggingarfulltrúa haldinn  að Laugarvatni, 29. maí 2019 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson, Rúnar Guðmundsson, Stefán Short, Lilja Ómarsdóttir, Sigurður Hreinsson og Guðmundur G. Þórisson.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, Byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál
1. Hellatún lóð H (L201672); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús – 1810023
Lögð er fram umsókn Ægis Guðmundssonar dags. 09.10.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 151,1m2 á lóðinni Hellatún lóð H (L201672) í Ásahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
2. Hellatún lóð C (L201666); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús – 1901072
Lögð er fram umsókn frá Hugrúnu Fjólu Hannesdóttur dags. 29.01.2019 móttekin sema dag um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 202 m2 á íbúðarhúsalóðinni Hellatún lóð C í Ásahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
3. Holtsbraut 15 (L193068); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging – 1905058
Fyrir liggur umsókn Grétars Böðvarssonar og Sigrúnar Hrefnu Sverrisdóttur dags. 15.05.2019 móttekin 17.05.2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarhús 68 m2 á sumarhúsalóðinni Holtsbraut 15 (L193068) í Ásahreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 92,9 m2
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
4. Hrauntröð 34 (L223683); Stöðuleyfi, aðstöðuhús – 1903007
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Þórhallsonar og Sigursteinu Guðmundsdóttur dags. 28.02.2019 móttekin 4.03.2019 um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi 15 m2 á sumarhúsalóðinni Hrauntröð 34 (L223683) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn um stöðuleyfi er synjað þar sem byggingarmál liggur ekki fyrir á lóð.
5. Hallkelshólar lóð 59 (L199453); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging – 1905074
Fyrir liggur umsókn Valgarðs Sveins Hafdals og Margrétar Önnu Rikharðsdóttur dags. 28.05.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja við sumarhús 29,1 m2 á sumarhúsalóðinni Hallkelshólar lóð 59 (L199453) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt.
6. Lyngborgir 43 (L225959); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1905028
Fyrir liggur umsókn Ástríðar Thorarensen dags. 10.05.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 25,2 m2 á sumarhúsalóðinni Lyngborgir 43 (L225959) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
7. Hagi (L166550); Umsókn um byggingarleyfi; Fjós – 1905059
Fyrir liggur umsókn Hagignúpur ehf. dags. 20.05.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja fjós 954,2 m2 á jörðinni Haga (L166550) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Bláskógabyggð – Almenn mál
8. Lindargata 7 (L186575); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – stækkun (sólskáli) – 1805031
Erindi sett að nýju fyrir afgreiðslufund. Fyrir liggur ný umsókn frá Lind 7 sf. dags. 15.05.2019 móttekin 22.05.2019 um byggingarleyfi til að byggja sólskála 28,3 m2 við sumarhús á sumarhúsalóðinni Lindargata 7 (L186575) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun er 96,9 m2
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
9. Sólvellir 9 (L204978) Umsókn um byggingarleyfi Sumarhús – 1805061
Lögð er fram umsókn Guðmundar Ólafssonar og Þóru S. Þorgeirsdóttur dags. 16.05.2018 móttekin 17.05.2018 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 110 m2 á lóðinni Sólvellir 9 (L204978) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
10. Mjóanes lóð 7 (L170759); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1710056
Móttekin ný umsókn dags. 01.04.2019 og uppfærðar aðalteikningar dags. 28.03.2019, erindi sett að nýju fyrir afgreiðslufund. Sótt er um að staðsteypa veggi á sumarhúsi (stærð húss óbreytt 59,9 m2) og stækka verönd á sumarhúsalóðinni Mjóanes lóð 7 (L170759) í Bláskógabyggð.
Samþykkt
11. Lerkilundur 7 (L170467); Umsókn um byggingarleyfi; Gestahús – 1905056
Fyrir liggur umsókn Kristínar Pétursdóttur móttekin 17.05.2019 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 28 m2 á sumarhúsalóðina Lerkilundur 7 (L170467) í Bláskógabyggð.
Samþykkt
12. Austurey 3 (L 167623) (Eyrargata 9); Umsókn um takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi – 1905066
Fyrir liggur umsókn Lárusar Kjartanssonar dags. 21.05.2019 móttekin sama dag um takmarkað byggingarleyfi, leyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhuguðu sumarhúsi á jörðinni Austurey 3 (L167623) í Bláskógabyggð.
Frestað þar sem athugasemdafrestur vegna auglýsingar á deiliskipulagstillögu er ekki lokið.
13. Heiðarbær lóð (L170255); Umsókn um byggingarleyfi; Bátaskýli-bílskúr – 1905070
Fyrir liggur umsókn Boga Hjálmtýssonar dags. 17.05.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja bátaskýli/bílskúr 29,8 m2 á sumarhúsalóðinni Heiðarbær lóð (L170255)í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
14. Efsti-Dalur 1 lóð (L167738); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1902051
Fyrir liggur umsókn Bryndísar Kvaran dags. 22.02.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 113,5 m2 á sumarhúsalóðinni Efsti-Dalur 1 lóð (L167738) í Bláskógabyggð. Eldra hús verður fjarlægt af lóð þegar nýtt hús verður tekið í notkun.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Flóahreppur – Almenn mál
15. Súluholt (L166387) (Hrafnaklettar); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – breyting á notkun – 1905024
Fyrir liggur umsókn Jónasar Haraldssonar og Sigrúnar Sigurðardóttur móttekin 08.05.2019 um byggingarleyfi til að breyta skráningu á sumarhúsi í Íbúðarhús í Súluholti (L166387)(Hrafnaklettar) í Flóahreppi.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið. Málinu er frestað þar til aðalskipulagsbreyting hefur öðlast gildi.
16. Rimar 9 (L212352); Stöðuleyfi; Gámur – 1905076
Fyrir liggur umsókn Hafsteinu H. Sigurbjarnardóttur dags. 20.05.2019 móttekin sama dag um stöðuleyfi fyrir gám meðan framkvæmdir eru í gangi á sumarhúsalóðinni Rimar 9 (L212352) í Flóahreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.5.2020
17. Krókur (L165490); Umsókn um niðurrif; Íbúðarhús mhl 02 – 1905079
Fyrir liggur umsókn Lilja Maríu Gísladóttur móttekin 24.05.2019 fyrir hönd jarðareiganda á Króki (L165490) í Flóahrepp um niðurrif á íbúðarhúsi, matseining 020101, byggingarár 1947 og 187,4 m2 skv. Þjóðskrá Íslands.
Samþykkt
Ásahreppur – Umsagnir og vísanir
18. Herríðarhóll (L165290); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1905015
Móttekinn var tölvupóstur þann 12.04.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, minna gistiheimili (C) frá Ólafi Arnari Jónssyni á jörðinni Herríðarhóli (F219 8011) í Ásahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 10 manns.
19. Herrukot (223002), Herrulækur 1 (L226101), Herrulækur 5 (226102); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1905014
Móttekinn er tölvupóstur þann 12.04.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, frístundahús (G) frá Ólafi Erni Jónssyni á íbúðarhúsalóðinni Herrukot (F235 5024), viðskipta- og þjónustulóðunum Herrulækur 1 (F236 8124) og Herrulækur 5 (F236 8125) í Ásahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II.
Gistirými sundurliðast þannig;
Herrukot (F235 5024), gisting fyrir 6 manns.
Herrulækur 1 (F236 8124), gisting fyrir 5 manns.
Herrulækur 5 (F236 8125), gisting fyrir 5 manns.
20. Hellatún 2 (L165287); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1901077
Móttekinn var tölvupóstur þann 29.01.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, minni gistiheimili (C) frá Torp Trading ehf. á jörðinni Hellatún 2 (F2198008) í Ásahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. Gisting fyrir allt að 8 manns.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Umsagnir og vísanir
21. Fossnes (L166548); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1905010
Móttekinn var tölvupóstur þann 08.04.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, gistiskáli (D) frá Sigrúnu Bjarnardóttir á jörðinni Fossnes (F220 2290), mhl 02, mhl 15 og 16 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 20 manns.
Gistirými sundurliðast þannig;
mhl 020101, 9 gestir á rishæð og 7 gestir í kjallara.
mhl 150101 og mhl 160101, 2 gestir í hverju húsi.
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
22. Melur (L224158); Umsögn um rekstrarleyfi – 1905060
Móttekinn var tölvupóstur þann 16.05.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV, hótel (A) frá Torfhús hótel ehf. á viðskipta-og þjónustulóðinni Melur (F235 9137), séreign 01-10 í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. IV.
Um er að ræða gistingu í 10 húsum, 4 gestir í hverju húsi, samtals 40 gestir

Melur 010101=4 gestir
Melur 020101=4 gestir
Melur 030101=4 gestir
Melur 040101=4 gestir
Melur 050101=4 gestir
Melur 060101=4 gestir
Melur 070101=4 gestir
Melur 080101=4 gestir
Melur 090101=4 gestir
Melur 100101=4 gestir

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00