Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 7. nóvember 2018

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 18 – 89. fundur

haldinn  að Laugarvatni, 7. nóvember 2018

og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson byggingarfulltrúi, Stefán Short embættismaður og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson  aðstoðarmaður byggingarfulltrúa

 

Dagskrá:

 

Ásahreppur – Almenn mál
1.  Hellatún lóð H (L201672) Umsókn takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi – 1811007
Lögð er fram umsókn Ægis Guðmundssonar dags. 06.11.2018 móttekin sama dag um takmarkað byggingarleyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhuguðu íbúðarhúsi á lóðinni Hellatún lóð H (L201672) í Ásahreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta.
2.  Kálfholt (L165294); Umsókn um byggingarleyfi; Véla- og verkfærageymsla mhl 04 – breyting – 1810031
Lögð er fram umsókn Ísleifs Jónssonar dags. 20.09.2018 móttekin 11.10.2108 um byggingarleyfi til að breyta mhl 04 véla/verkfærageymslu í íbúðarhúsnæði á jörðinni Kálfholt (L165294) í Ásahreppi.
Samþykkt.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
3. Bústjórabyggð 7 (L225377); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1810001
Lögð er fram umsókn Starfssystra ehf. dags. 01.08.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 123,4 m2 á lóðinni Bústjórabyggð 7(L225377)í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
4.  Heiðarimi 24 (L169014); Tilkynningarskyld framkvæmd; Sumarhús – viðbygging – 1809067
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 20.09.2018 móttekin sama dag frá löggildum hönnuði Guðbjarti Á. Ólafssyni fyrir viðbyggingu á sumarhúsi 34,2m2 á lóðinni Heiðarimi 24 (L169014)í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun er 87,5m2
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
5.  Snæfoksstaðir lóð (L169649); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús og gestahús – 1806089
Fyrir liggur tp. frá eiganda móttekin 25.10.2018 þar sem óskað er eftir að erindið fari að nýju fyrir fund. Sótt er um niðurrif á eldra sumarhúsi og geymslu og byggja sumarhús og gestahús 250 m2 á lóðinni Snæfoksstaðir lóð (L169649) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrri samþykkt dags. 18.07.2018 var niðurif á sumarhúsi og geymslu og heildarstærð sem sótt var um á sumarhúsi og geymslu var 239,5m2, hún verður ógild með nýrri bókun byggingarfulltrúa.
Þinglýstur eigandi á lóð skv. Þjóðskrá Íslands er Berglind Skúladóttir Sigurz.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
6.  Bjarkarbraut 26 (L169174); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging – 1810021
Lögð er fram umsókn Þrastar Sverrissonar og Heiðu Bjarkar Sturludóttur dags. 27.09.2018 móttekin 05.10.2018 um byggingarleyfi til að byggja við sumarhús á lóðinni Bjarkarbraut 26 (L169174) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Heildarstærð sumarhúss eftir stækkun verður 97m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
7.  Hestur lóð 50 (L168559); Umsókn um takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi – 1811011
Fyrir liggur umsókn Glóru ehf. dags. 06.11.2018 móttekin sama dag um takmarkað byggingarleyfi til að hefja jarðvinnu/jarðvegskönnun vegna fyrirhugaðs sumarhúss á lóðinni Hestur lóð 50 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta.
8.  Sólheimar (L168279) (Hrísbrú 10); Umsókn um byggingarleyfi; Matsalur mhl 24 – breyting – 1810051
Lögð er fram umsókn Sólheimar ses. dags. 23.10.2018 móttekin 25.10.2018 um byggingarleyfi til að koma fyrir flóttaleið úr kjallara hússins og setja glugga á salerni á Sólheimum (L168279)(Hrísbrú 10), matsalur mhl 24 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
9.  Kílhraun (L166478); Tilkynningarskyld framkvæmd; Gripahús mhl 14 – breyting – 1811003
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 30.10.2018 móttekin 31.10.2018 frá löggildum hönnuði Guðmundi Hjaltasyni til að endurbyggja gólf í gripahúsi mhl 14 í Kílhrauni (L166478) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þinglýstir eigendur skv. Þjóðskrá Íslands eru Bjarni H. Ásbjörnsson og Lilja Össuradóttir.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
Bláskógabyggð – Almenn mál
10.  Leynir Bleikhóll lóð 4 (197828) : Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1809034
Móttekin er umsókn Hilmars Gunnarssonar dags. 14.09.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 73,9 m2 á lóðinni Leyni Bleikhól lóð 4 (L197828) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
11.  Efri-Reykir lóð (L180194); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús með geymslu – 1810035
Lögð er fram umsókn Gunnars Ingvarssonar og Ingunnar H. Þóroddsdóttur dags. 12.10.2018 móttekin 18.10.2108 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús með risi og áfastri geymslu 142,6 m2 á sumarhúsalóðinni Efri-Reykir lóð (L180194)í Bláskógabyggð
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
12.  Brúarvirkjun stöðvarhús (L226637): Umsókn um byggingarleyfi: Stöðvarhús – breyting – 1808021
Lögð er fram umsókn HS Orku hf. dags. 11.07.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta samþykktum aðalteikningum á byggingu stöðvarhúss, afgreiðslufundur 16.05.2018. Breyting felst m.a. í að lækka húsið og stytta auk þess sem tilfærslan fer að hluta utan byggingarreits.

Erindinu var vísað til skipulagsnefndar og í framhaldi var unnin breyting á deiliskipulagi vegna tilfærslu á byggingarreit sem tók gildi 26.10.2018. Með áorðnum breytingum í deiliskipulagi er erindinu vísað öðru sinni fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
13.  Iða 2 (201301): Tilkynningarskyld framkvæmd; Sumarhús – viðbygging – 1806029
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 04.06.2018 móttekin sama dag frá löggildum hönnuði Guðjóni Þóri Sigfússyni fyrir viðbyggingu á sumarhúsi á lóðinni Iða 2 (L201301) í Bláskógabyggð, heildarstærð eftir stækkun er 92,6 m2.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
14.  Iða 2 lóð (L200300): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymsla – 1805071
Lögð er fram umsókn Kristínar Hrundar Whitehead og Balema Alou dags. 25.05.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús og geymslu 73,6 m2 á Iðu 2 lóð, Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
15. Framafréttur (L223995); Stöðuleyfi; Braggi – 1810004
Fyrir liggur ný umsókn frá Straumhvarf ehf. dags. 1.10.2018 móttekin 3.10.2018 þar sem sótt er um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir skála 116 m2 og 150 m2 bragga ásamt stöðuleyfi fyrir nýjum bragga 150 m2 á lóðinni Framafréttur (L223995) í Bláskógabyggð.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.6.2019.
 16. Heimreið að Miðfelli (L170736); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1810026
Lögð er fram umsókn Jóns Sigurðssonar og Jónínu Thorarensen dags. 09.10.2018 móttekin 10.10.2018 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 70m2 á sumarhúsalóðinni Heimreið að Miðfelli (L170736) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
Flóahreppur – Almenn mál
17.  Egilsstaðakot (L166330); Tilkynningarskyld framkvæmd; Útihús – breyting mhl 13,14,17 og 18 – 1811002
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 30.10.2018 móttekin 31.10.2018 til að skipta um þakklæðningu, klæða veggi og ganga frá innréttingum. Sjá nánari útlistun á teikningu á útihúsum mhl 13,14,17 og 18 á jörðinni Egilsstaðakot (L166330) í Flóahreppur. Þinglýstir eigendur skv. Þjóðskrá Íslands eru Einar Hermundsson og Elín B. Sveinsdóttir.
Samþykkt
18.  Syðri-Gegnishólar lóð 1 (L218288); Umsókn um byggingarleyfi; Reiðskemma – breyting – 1810034
Lögð er fram umsókn Olil Amble dags. 16.10.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta reiðskemmu mhl 01 með að kaffistofa í tengibyggingu mhl 03 skv. skráningu í Þjóðskrá Íslands verði í sama brunahólfi og reiðskemman á jörðinni Syðri-Gegnishólum lóð (L218288) í Flóahreppi.
Samþykkt.
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir
19.  Minni-Borg lóð A (L198596) og lóð B (L198597) Umsögn um rekstrarleyfi, gistin – 1809039
Móttekin var tölvupóstur þann 24/07 2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II frá Minni Borgir ehf.kt. 470703 – 2960, fasteignanúmer F228-3152 og F228-3181, gististaður án veitinga – frístundahús (G) á lóðinni Minni-Borg lóð A og Minni-Borg lóð B í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II . Gestafjöldi allt að 149 manns í 22 húsum, sem sundurliðast þannig:
Minni-Borg lóð A F228-3152
mhl 01 – 07, 5 gestir í 7 húsum
mhl 08 – 15, 6 gestir í 7 húsum

Minni-Borg lóð B F228-3152
mhl 01 – 08, 9 gestir í 8 húsum

20. Stangarbraut 22 (202436); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1810047
Móttekin var tölvupóstur 29.10.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstarleyfi í fl. II til sölu gistingar í frístundahúsi (G) frá Hagræði ehf., kt. 430108 – 0420, fasteignanúmer F2286547, Stangarbraut 22 (L202436) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Stangarbraut 22, sumarhús á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
21. Miðdalskot (L1676439); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1810045
Móttekinn var tölvupóstur þann 22.10.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. II, gistiskáli (D) frá Margréti S. Lárusdóttur, fasteignanúmer F220-6031, mhl 14(140101,140102), mhl 15 (150102) og mhl 16 (160101,160102) að Miðdalskoti(L167643) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II . Gestafjöldi allt að 30 manns, 6 gestir í 5 íbúðum í 3 parhúsum mhl 14(140101,140102), mhl 15 (150102) og mhl 16 (160101,160102)

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

 

Davíð Sigurðsson    Rúnar Guðmundsson
 Stefán Short