Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 6. september 2017

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 17 – 62. fundur

haldinn að Laugarvatni, 6. september 2017

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson, Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson, Byggingarfulltrúi og Guðmundur Þórisson, Áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá: 

 

1.  

Hrunamannahreppur:

Ásabyggð 41: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1708087

Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi sumarhús, byggt 1988 skv. Þjóðskrá Íslands og byggja sumarhús 85,1 ferm og 269,5 rúmm úr timbri
Samþykkt
2.   Ásabyggð 42: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1708088
Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi sumarhús, byggt 1988 skv. Þjóðskrá Íslands og byggja sumarhús 85,1 ferm og 269,5 rúmm úr timbri
Samþykkt
3.   Ásabyggð 43: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1708089
Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi sumarhús, byggt 1988 skv. Þjóðskrá Íslands og byggja sumarhús 85,1 ferm og 269,5 rúmm úr timbri
Samþykkt
 

4.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Kerhraun C 77: Stöðuleyfi: Gámur – 1708064

Sótt er um stöðuleyfi fyrir gám meðan sumarhús er í byggingu.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 4. september 2018 vegna byggingar sumarhúss.
5.   Lundeyjarsund 10: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla – 1708074
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu úr timbri
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.

 

 

6.    

Hestur lóð 6: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1708092

Tilkynnt er stækkun á sumarhúsi 39,2 ferm úr timbri. Heildarstærð eftir stækkun er 89,4 ferm
Samþykkt
 

7.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Kálfhóll 1D: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1708065

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 115 ferm úr timbri.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
8.   Bláskógabyggð:

Lindarbraut 1A: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – stækkun og bílgeymsla – 1706082

Sótt er um leyfi til að stækka íbúðarhús um 22,4 ferm og byggja bílgeymslu 76,7 ferm. Heildarstærð eftir stækkun er 264,6 ferm
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
9.   Hvannalundur 8: Krafa um rif á húsi – 1709013
Byggingarfulltrúi tekur meðferðar og afgreiðslu, kröfu eigenda að Hvannalundi 10, Bláskógabyggð, um að fjarlægja skuli stækkun sumarhúss á lóðinni að Hvannalundi 8, Bláskógabyggð, eða að sumarhúsið verði fært 10 metra frá lóðarmörkum.
Niðurstaða byggingarfulltrúa er sú að hvorki efnisrök né hagsmunir séu fyrir því að fjarlægja stækkun hússins eða færa húsið frá lóðarmörkum, eins og eigendur Hvannalundar 10 gera kröfu til. Kröfu eigenda Hvannalundar 10 um að byggingarfulltrúi hlutist til um að stækkun sumarhúss að Hvannalundi 8 verði fjarlægð eða húsið fært 10 metra frá lóðarmörkum er hafnað. Málsaðilum verður sendur ítarlegur rökstuðningur fyrir niðurstöðu byggingarfulltrúa vegna afgreiðslu málsins.
10.    

Birkilundur 6: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – stækkun – 1708052

Tilkynnt er viðbygging á sumarhúsi, heildarstærð eftir stækkun er 73 ferm.
Samþykkt.

 

 

11.    

Dynjandisvegur 38: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús með bílskýli – 1708062

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús með bílskýli 143,6 ferm úr timbri.
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum vegna innlagðra gagna.
12.   Hverabraut 1: Stöðuleyfi: Gámar – 1708066
Sótt er um stöðuleyfi fyrir tvo gáma
Byggingarfulltrúi synjar umsögn um stöðuleyfi.
13.   Spóastaðir (167508): Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla – 1708043
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu 39,8 ferm og 121,2 rúmm úr timbri
Samþykkt.
 

14.  

Flóahreppur:

Litla-Ármót: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – 1708041

Sótt er um leyfi til að byggja fjós
Samþykkt með fyrirvara um jákvæðar umsagnir frá umsagnaraðilum.
15.   Volatún: Stöðuleyfi: Gámar – 1709012
Sótt er um stöðuleyfi fyrir einn 40 feta og tvo 20 feta gám.
Umsókninni er synjað.
 

17.  

Umsögn um rekstrarleyfi:

Þrastalundur lóð 1: Umsögn um rekstrarleyfi – 1709008

Umsögn um rekstrarleyfi í fl.III, tegund veitingastaðar – veitingahús (A)
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði rekstrarleyfi í fl. III. Gestir allt að 220 manns. Leyfið er gefið út með fyrirvara um að gerðar verði lagfæringar og úrbætur fyrir 5. október 2017. Byggingarfulltrúi tilgreinir í bréfi til umsækjanda um eðli úrbóta og lagfæringa.
16.   Brúarholt II: Umsögn um rekstrarleyfi – 1708014
Umsögn um rekstrarleyfi í fl.IV, gististaður með áfengisveitingum – hótel (A)
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt sé rekstrarleyfi í fl. IV. Gististaður með áfengisveitingum. Gisting fyrir allt að 73 manns og veitingar fyrir allt að 280 manns.

 

 

18.   Haukadalsvöllur: Umsögn um rekstrarleyfi: Golfskáli – 1705021
Umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, veitingastaður – kaffihús
Umsókn um rekstrarleyfi er synjað, þar sem ekki hefur farið fram lokaúttekt á húsinu.
19.   Efsti-Dalur 2: Umsögn um rekstrarleyfi – 1706091
Umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, veitingarstaður – Veitingahús (A), mhl 17
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði rekstrarleyfi í fl. II Veitingastaðir. Gestafjöldi allt að 190 manns.
20.   Skólavegur 1: Umsögn um rekstrarleyfi – 1708058
Umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaða – stærri gististaða
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. Gisting fyrir allt að 16 manns.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

 

 

___________________________                       ___________________________