Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 5. júlí 2017

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 17 – 58. fundur  

haldinn að Laugarvatni, 5. júlí 2017

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson, Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson, Byggingarfulltrúi og Guðmundur Þórisson, Áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá: 

 

1.  

Ásahreppur:

Sumarliðabær 2: Umsókn um graftarleyfi: Reiðhöll – 1707010

Sótt er um leyfi til að grafa fyrir reiðhöll sem til stendur að byggja að Sumarliðabæ 2 – mhl 27
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta.
2.   Nýidalur (165352): Stöðuleyfi: Gámur – 1706084
Sótt er um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 30. september 2017.
3.   Miðhóll: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1706088
Sótt er um leyfi til að byggja gestahús 32,6 ferm úr timbri
Vísað til skipulagsnefndar þar sem ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
 

4.  

Hrunamannahreppur:

Hrepphólar 2: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús með bílskúr – 1706065

Sótt er um leyfi til að byggja íbúðarhús með innbyggðum bílskúr 206,9 ferm úr timbri
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
 

5.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Sel lóð: Tilkynningarskyld framkvæmd: Gestahús og sauna – 1702026

Tilkynnt er bygging gestahús og sauna 27,8 ferm og 74,6 rúmm úr timbri.
Samþykkt.
6.   Undirhlíð 42: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1706032
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús með risi 37,4 ferm og 138,6 rúmm úr timbri.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
7.   Tjarnarlaut 6: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1706087
Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús 25 ferm og 98,7 rúmm úr timbri. Heildarstærð eftir stækkun er 125,8 ferm
Samþykkt.
 

8.  

Bláskógabyggð:

Skólavegur 1: Umsókn um byggingarleyfi: Atvinnuhúsnæði – 1707011

Sótt er um leyfi til að byggja þvottahús 25 ferm
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
9.   Laugargerði: Umsókn um Niðurrif: Gróðurhús mhl 05, 08 og 09 – 1706092
Sótt er um leyfi til að fjarlægja gróðurhús mhl 05 156 ferm, byggingarár 1979, gróðurhús mhl 08 120 ferm, byggingarár 1978 og gróðurhús 320 ferm, byggingarár 1980 skv. Þjóðskrá Íslands
Samþykkt.
10.   Rimalönd 2 lóð 8: Umsókn um byggingarleyfi: Niðurrif á sumarhúsi – 1706089
Sótt er um leyfi til að fjarlægja sumarhús 42,6 ferm, byggingarár óvitað skv. Þjóðskrá Íslands
Samþykkt.
11.   Gjábakkaland 1: Umsókn um niðurrif: Sumarhús – 1705034
Sótt er um leyfi til að fjarlægja sumarhús af lóðinni. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er þar skráð sumarhús 51,9 ferm og byggingarár er 1967.
Samþykkt.
12.   Djáknavegur 3: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1706064
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 97,4 ferm og 301,1 rúmm úr timbri.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

 

 

 

 

13.  

 

Flóahreppur:

Tún 166281: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – stækkun – 1511080

Sótt er um leyfi til að byggja við núverandi fjós 479,8 ferm og 1.481 rúmm á tvo vegu auk annara breytinga.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
 

14.  

Umsögn um rekstrarleyfi:

Félagsheimilið Árnes: Umsögn um rekstrarleyfi – 1707007

Umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, veitingarstaður – Veitingastofa og greiðasala(c), kaffihús(e) og samkomusalir(g)
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við nýtt rekstrarleyfi vegna fl. II til veitinga og samkomuhalds. Umfangslitlir veitingastaðir. Veitingastofa og greiðasala. Kaffihús. Samkomusalir. Gestir allt að 360manns í sal.
15.   Fell: Umsögn um rekstrarleyfi – 1705022
Umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður – frístundahús
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. Gisting fyrir allt að 10 manns.
16.    

Hverabraut 6 – 8 , Torfholt 16: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun og breyting á leyfi – 1605068

Umsögn un endurnýjun og breytingu á rekstarleyfi í fl. II, gististaður – gistiheimili (farfuglaheimili)
Umsókn synjað, þar sem starfssemi hefur verið hætt.
17.   Bitra land: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun á leyfi – 1612025
Umsögn um endurnýjun á rekstarleyfi í fl. II, tegund gististaðar – gistiheimili
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. Gistiheimili. Gisting fyrir allt að 37 manns.
18.   Skálatjörn lóð 1: Umsögn um rekstrarleyfi – 1704034
Umsögn um rekstarleyfi í fl. II, tegund gististaða – stærra gistiheimili
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. Stærra gistiheimili. Gisting fyrir allt að 20 manns.

 

 

19.   Hraunmörk: Umsögn um rekstrarleyfi – 1706035
Umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaða – frístundahús, mhl 03-04-05-06 með fastanúmer 229-9445.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. Frístundahús. Gisting fyrir allt að 28 manns.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

 

 

___________________________                       ___________________________