Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 30. nóvember 2016

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-43. fundur Afgreiðslna byggingarfulltrúa

haldinn Laugarvatn, 30. nóvember 2016

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1.   Grímsnes- og Grafningshreppur:

Þóroddsstaðir 7: Umsókn um takmarkað byggingarleyfi: Sumarhús og gestahús – 1611022

Sótt er um takmarkaða byggingarheimild. Heimild til að steypa undirstöður undir sumarhús 35 ferm og 103,6 rúmm og gestahús 27 ferm og 78,7 rúmm.
Samþykkt að veita takamarkað byggingarleyfi fyrir undirstöður.
 
2.   Hallkelshólar lóð 92: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1610018
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 40,5 ferm og 135,2 rúmm úr timbri
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
3.   Hvítárbraut 30: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1610042
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi sumarhús byggt árið 1986, 67,8 ferm og byggja nýtt, 157,3 ferm og 542 úr timbri.
Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið, er erindinu vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
 
 

4.  

Bláskógabyggð:

Herutún 6: Stöðuleyfi: Vinnuskúr – 1611061

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 20 feta vinnuskúr. Óskað er eftir leyfi að staðasetjan við lóðarmörk á Herutúni 4 og 6
Synjað, þar sem ekki liggur fyrir samþykki lóðarhafa landnr. 214890

 

 

 
5.    

Skálabrekkugata 12: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymsla – 1610011

Sótt erum leyfi til að byggja sumarhús 139,9 ferm og 446,4 rúmm og geymslu 45,3 ferm og 138,8 rúmm úr timri
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
6.    

Friðheimar 167088: Umsókn um byggingarleyfi: Þjónustuhús – viðbygging – 1610020

Sótt er um leyfi til að byggja þjónustuhús á tveimur hæðum við gróðurhús mhl 14.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
7.   Miðdalskot 167643: Umsókn um byggingarleyfi: Gistihús mhl 16 – 1611023
Sótt er um leyfi til að byggja gistihús (parhús) 99,8 ferm og 337,2 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
8.   Gufuhlíð 167096: Umsókn um byggingarleyfi: Gróðurhús mhl 22 – 1611054
Sótt er um leyfi til að byggja gróðurhús 54 ferm og 200,6 rúmm
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
9.   Gufuhlíð 167096: Umsókn um byggingarleyfi: Verkfæraskúr – 1611055
Sótt er um byggingarleyfi fyrir verkfæraskúr 34,2 ferm og 102,4 rúmm. Skúr verður fluttur frá Fljótsholti 167089 mhl 02, byggður 1973 úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
 

10.  

Flóhreppur:

Egilsstaðir 1 166331: Tilkynningarskyld framkvæmd: Þjónustuhús – 1611057

Tilkynnt um byggingu þjónustuhúss tengda hestaleigu á Egilsstöðum 1. Heildarstærð er 39,9 ferm og 143,2 rúmm.
Samþykkt.

 

 

 
11.   Hróarsholt spilda A: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1611062
Sótt er um byggingaleyfi fyrir sumarhús 65,2 ferm og 232,9 rúmm úr timbri. Húsið verður flutt tilbúið á staðinn frá Haukadal III.
Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag, er erindinu vísað á skipulagsnefnd til afgreiðslu.
 
 

12.  

Umsögn um rekstrarleyfi:

Bjarkarbraut 13: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1610046

Umsögn um nýtt rekstarleyfi í fl. I, gististaður – heimagisting að Bjarkarbraut 13
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. Gisting fyrir allt að 9 manns.
 
13.   Vörðás 9: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1610047
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í fl. II, gsitistaður – sumarhús.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. Gisting fyrir allt að 20 manns.
 
14.   Austurbyggð 3: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1611034
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í fl. II, gististaður – íbúðir
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. Gisting fyrir allt að 10 manns.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

 

 

___________________________                       ___________________________