Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 3. september 2015

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-13. fundur  

haldinn Laugarvatn, 3. september 2015

og hófst hann kl. 12:00

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Byggingarfulltrúi

Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Davíð Sigurðsson, starfsmaður byggingarfulltrúa

Fundargerð ritaði: Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Kerhraun 14: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsluhús – 1501071

Granni 20140979-5661. Sótt er um leyfi fyrir geymsluhúsnæði sem búið er að byggja samtengt sumarhúsi.
Aðaluppdrættir samþykktir.
2.   Vaðholt 2: Stöðuleyfi: Sumarhús – 1507001
Sótt er um stöðuleyfi fyrir fullbyggt timburhúsi 26 ferm sem verður flutt á staðinn.
Þar sem erindið samræmist ekki skilmálum deiliskipulags svæðisins er ekki unnt að verða við beiðni um stöðuleyfi. Umsókninni er því hafnað.
3.   Þerneyjarsund 9: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – reyndarteikningar – 1509006
Sótt er um leyfi fyrir þegar gerðum breytingum á sumarhúsi.Breyting á stærð 5,6 ferm og 22,1 rúmm.
Samþykktar reyndarteikningar af húsinu.
 

4.  

Bláskógabyggð:

Brekkugerði 167406: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – breyting – 1509004

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi húsnæðis til að hægt sé að leigja það út til heimagistingar fyrir allt að 16 manns.
Frestað vegna aths við teikningar. Ath gr. 9.1.4 varðandi gestafjölda og brunavarnir.
5.   Friðheimar b spennist: Umsókn um byggingarleyfi: Spennistöð – 1508070
Sótt er um leyfi til að byggja spennistöð – Magnum 550, 12,1 ferm og 36 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
6.   Heiðarbær lóð 170211: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1509007
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 98,2 ferm og 301,6 rúmm úr timbri.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
7.   Heiði lóð 10: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1509010
Sótt er um leyfi til að flytja á lóðina sumarhús úr timbri 44,2 ferm. Húsið verður flutt úr Botnsdal.
Vísað til skipulagsnefndar vegna ósamræmis við deiliskipulag svæðisins.
8.   Koðrabúðir lóð 12: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – stækkun – 1509009
Sótt er um að byggja við sumarhúsið 34,6 ferm og 110,7 rúmm úr timbri. Heildarstærð er 96,4 ferm og 320,7 rúmm.
Umsókninni er hafnað þar sem stærð hússins verður meiri en heimil er skv. deiliskipulagsskilmálum svæðisins, en þar segir að hámarksstærð húsa sé 80 fermetrar.
9.   Mosaskyggnir 24: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1509008
Sótt er um að flytja sumarhús úr timbri frá Brekku, húsið stóð áður á Skyggnisvegi 22 í Úthlíð. Húsið verður stækkað eftir flutning. Heildarstærð 42,4 ferm og 138,5 rúmm
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
10.   Þingvellir, Bratti 170796: Umsókn um byggingarleyfi: Fjallaskáli – 1504004
Leyfi til að flytja hús á staðin í stað eldri fjallaskála sem stóð á staðnum og hefur verið fjarlægður. Húsið er 71 ferm, 207,7 rúmm úr timbri. Eldra hús var 22 ferm.
Vísað til skipulagsnefndar.
 

 

11.  

Til umsagnar:

 

Miðhús 1 166579: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1508069

Umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi í flokki II – gististaður.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við endurnýjun rekstrarleyfis fyrir gististað í fl. II, íbúðarleiga. Óskað er eftir að afrit af leyfi sé sent til viðkomandi sveitarfélags þegar það er gefið út.

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00