Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 3. nóvember 2017

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 17 – 66. fundur

haldinn að Laugarvatni, 3. nóvember 2017

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Rúnar Guðmundsson, Byggingarfulltrúi, Stefán Short, Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur Þórisson, Áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá: 

 

1.  

Ásahreppur:

Hellatún lóð: Umsókn um byggingarleyfi: Parhús – breyting – 1710054

Sótt er um leyfi til að gera breytingar innanhúss
Samþykkt.
2.   Hrútur 2: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús og gróðurhús – 1706015
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús að hluta til úr gámum 160,8 ferm og gróðurhús 23,9 ferm
Umsókn um byggingarleyfi er hafnað, Húsið uppfyllir ekki kröfur byggingarreglugerðar 112/2012, um hliðarfærslur og einangrunargildi byggingarhluta.
3.   Grímsnes- og Grafningshreppur:

Hallkelshólar lóð 105: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1709031

Tilkynnt er stækkun á sumarhúsi, 30 ferm. úr timbri. Heildarstærð verður 52,6 ferm.
Samþykkt.
4.    

Lækjarbrekka 18: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymsla – 1711002

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 41,7 fm2 og 115,5 m3 og geymslu 24,8 fm og 58,8 m3 úr timbri
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

 

 

5.   Skyggnisbraut 32: Stöðuleyfi: Gámur – 1710060
Sótt er um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám meðan verið er að byggja sumarhús á lóð.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 3.11.2018
 

6.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Vesturkot: Umsókn um byggingarleyfi: Starfsmannahús – 1710059

Sótt er um leyfi til að byggja starfsmannahús
Samþykkt.
7.   Vorsabær 1 lóð: Tilkynningarskyld framkvæmd: Gestahús – 1710026
Tilkynnt er bygging gestahús á Vorsabæ 1 lóð 18,6 fm2 og 43,4 m3 úr timbri.
Samþykkt
8.   Steinsholt 2 lóð: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – breyting – 1709116
Sótt er um leyfi til að breyta notkun á ris- og miðhæð. Eftir breytingu er um að ræða minna gistiheimili á miðhæð skv. reglugerð 1277/2016 og íbúð í risi
Samþykkt.
9.   Bláskógabyggð:

Miðhús 3: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús viðbygging og breyting auk bygging bílgeymslu – 1710001

Sótt er um leyfi til að byggja við íbúðarhús og breyta innanahúss auk byggja bílgeymslu.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
10.   Mjóanes lóð 7: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymsla – 1710056
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 60 fm2 og 282,1 m3 og geymslu 29,6 fm2 og 148,1 m3 úr timbri. Eldri mannvirki á landnúmeri verða rifin sem er skv. Þjóðskrá Íslands sumarhús mhl 01 og mhl 02 sem er smt. 33,9 fm2 og bátaskúr 28,2 fm, öll hús eru skráð með bygg.ár 1960.
Umsókninni er synjað. Í kafla 3.3 í greinargerð gildandi deiliskipulags fyrir svæðið kemur fram að á lóð 7 sé hámark byggingarflatar 60 fm. Er umsóknin því í ósamræmi við deiliskipulagið þar sem samanlagt byggingarmagn er tæplega 90 fm.
11.   Sólbraut 5: Umsókn um byggingarleyfi: Gróðurhús – viðbygging – 1710028
Sótt er um leyfi til að byggja við gróðurhús 478 fm2 og 2.287,2 m3. Veggir verða úr þreföldu plasti
Samþykkt.
12.   Sólvellir 4: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og gestahús – 1510043
Erindi fékk samþykkt byggingaráform 19. júní 2014 fyrir sumarhús 98,6 fm2 og gestahús 30 fm2 en nú er sótt um óverulega breytingu á sumarhúsi
Samþykkt.
 

13.  

Flóahreppur:

Sandbakki: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – 1710039

Erindið tók breytingu á milli afgreiðslufunda byggingarfulltrúa. Nú er sótt um leyfi til að byggja íbúðarhús á tveimur hæðum 108,5 fm2 og 245,6 m3 úr timbri ekki frístundahús. Bókun skipulagsnefndar á fundi 27/10 2017 er ekki gerð athugsemd við það og vísar erindinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
14.   Volatún: Stöðuleyfi: Gámar – 1709012
Samþykkt að veita stöðuleyfi fyrir 20 feta gámum til 1. júní 2018.
15.   Hnaus land 2: Umsókn um byggingarleyfi: Skemma – 1710061
Sótt er um leyfi til að byggja skemmu
Samþykkt.
16.   Lynghæð: Stöðuleyfi: Gámur – 1711001
Sótt er um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám vegna byggingaframkvæmda
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1. júlí 2018.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

 

 

___________________________                       ___________________________