Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 29. júní 2016

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-33. fundur  

haldinn Laugarvatn, 29. júní 2016

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson og Rúnar Guðmundsson.

 

Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1.   Grímsnes- og Grafningshreppur:

Þrastalundur lóð 1: Tilkynningarskyld framkvæmd: Veitingarhús – breyting – 1606034

Tilkynnt er um breytingar innanhús á veitingarhúsinu Þrastalundur lóð 1.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Kalla skal eftir sérstakri lokaúttekt í kjölfar breytinga, vegna eldvarnarmála.
 
2.   Valgeirsbraut 3: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla – viðbygging – 1512032
Sótt er um leyfi til að byggja við gestahús,   geymslu 15,5 ferm og 35,9 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
3.   Heiðarimi 2: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1606030
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 85,7 ferm og 272,3 rúmm úr timbri
Erindinu er hafnað, þar sem í nýsamþykktu deiliskipulagi er fyrirskrifuð vatnsvernd á lóð 2 (32) og verður ekki leyft að byggja á henni fyrr en borhola á lóð 30 verði aflögð.
 
4.   Réttarháls 7: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1606077
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 180,1 ferm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
 

5.  

Bláskógabyggð:

Heiðarbær lóð 222397: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1506073

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri 98,2 ferm og 298,3 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
6.   Kaplaholt: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla – 1606068
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu 28,6 ferm og 76,5 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
7.   Lindarskógur 8: Stöðuleyfi: Gámur/bátaskýli – 1606084
Sótt er um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 30.6.2017.
 
8.    

Ásakot 2 205763: Tilkynningarskyld framkvæmd: Íbúðarhús – viðbygging – 1606066

Tilkynnt er stækkun á íbúðarhúsinu á Ásakoti 2 205763 37,6 ferm og 90,1 rúmm úr timbri.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 og samræmast skipulagsáætlunum.
 
9.   Flóahreppur:

Arabær 165464: Umsókn um byggingarleyfi: Véla/verkfærageymsla – breyting – 1606069

Sótt er um leyfi til að breyta notkun á véla/verkfærageymslu mhl 10 sem er 106 ferm í gistihús.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
 
10.    

Hraunmörk: Tilkynningarskyld framkvæmd: Íbúðarhús og geymsla stækkun – 1606082

Tilkynnt er um stækkun á íbúðarhúsi og breytingu á geymslu í Hraunmörk.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 og samræmast skipulagsáætlunum.
 
 

11.  

Umsagnir um rekstrarleyfi:

Garður 166748: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1605024

Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í fl. I, gistaður – heimagisting
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við nýtt leyfi fyrir gistingu í flokki I. (heimagisting)

 

 

 
12.   Ásgarður: Umsögn um rekstrarleyfi: Breyting á leyfi – 1605069
Umsögn um breytingu á rekstrarleyfi í fl. V, gististaður – hótel/gistiskáli. Bætt var við tuttugu 2ja mannaherbergjum í gistingu.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitt verði rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki V. Gisting fyrir allt að 40 manns.
 
13.   Birkikinn 166577: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1606076
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í fl. II, gististaður – íbúðir, mhl 03 á Birkikinn 166577
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við nýtt rekstrarleyfi vegna gistingar í flokki II. Fjöldi í gistingu allt að 4.
 
14.   Árbúðir v/Svartá 167350: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1606078
Umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi í fl. II, veitingarstaður – kaffihús.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við nýtt rekstrarleyfi vegna veitingastaðar í flokki II. Fjöldi gesta allt að 40.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

 

 

___________________________                      ___________________________