Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 29. apríl 2015

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-06. fundur  

haldinn  Laugarvatni, 29. apríl 2015 og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Byggingarfulltrúi

Kristján Einarsson

Guðjón Þórisson, Aðstoðarmaður byggingarfu

 

Fundargerð ritaði: Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.   Úthlíð 1 dæluhús: Umsókn um byggingarleyfi: Dæluhús – 1504046
Sótt er um leyfi að flytja dæluhús sem var byggt árið 2003 sem hefur staðið yfir borholu á landi Þóroddstaða í Ölfusi.Stærð 22,6 ferm og 78,8 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
2.   Grasgerði 8: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1504054
Sótt er um að fá að rífa tvö lítil hús sem eru á lóðinni (mhl.01 og 02) og flytja þegar byggt sumarhús með svefnlofti á staðinn. Stærð 107,6 ferm og 364,6 rúmm.
Frestað vegna athugasemda sem sendar eru hönnuði.
3.   Bergsstaðir 167201: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsluhús – 1502018
Granni 20140991-5596. Sótt er um að byggja geymsluhús með frístundar vinnuherbergi úr timbri 51 ferm. núverandi geymsluskúr verður fjarlægður.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
4.   Efri-Reykir lóð 2: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús og bílgeymsla – 1504058
Granni 20141264-5778. Sótt er um leyfi til að byggja íbúðarhús 193,6 ferm og bílgeymslu 61,9 ferm. úr steinsteypu.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
5.   Tjarnarver 166707: Umsókn um byggingarleyfi: Fjallaskáli – 1504059
Sótt er um leyfi að byggja við hesthús 39,6 ferm og 158 rúmm úr timbri.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
6.   Bæjarholt 14: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – 1504061
Sótt er um að byggja einbýlishús á einni hæð 177,6 ferm. og 602,8 rúmm úr timbri.
Frestað í samræmi við athugasemdir sem sendar eru umsækjanda og hönnuði.
7.   Iða 2 lóð: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1504064
Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús 11 ferm. og 36,5 rúmm. Heildarstærð eftir stækkun er 65,5 ferm og 210,5 rúm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
8.   Útey lóð 168207: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1504065
Granni 20140760-5506. Sótt er um að byggja við sumarhús 108 ferm. Heildarstærð eftir stækkun er 172 ferm. og 523,4 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
9.   Húshólsbraut 3: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús og viðbygging við sumarhús. – 1504060
Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús 51,7 ferm og byggja gestahús 22,5 ferm. úr timbri. Heildarsamtala er 125,8 ferm og 357,6 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
10.   Miðengi Laufás 169075: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1504067
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi hús á lóðinni og byggja nýtt í staðinn. Sumarhús og geymsla 107,4 ferm og 334,5 rúmm. úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
11.   Ljósafossvirkjun 168926: Umsókn um byggingarleyfi: Breyting á sýningarrými – 1504069
Sótt er um leyfi að breyta sýningarrými í Ljósafossstöð.
Samþykkt.
12.   Fljótsbakki 6: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1503009
Granni 2008059-8706. Breyting af áður samþykktu máli 10/06 2008. Mænishæð lækkuð,gluggar,verönd og steyptir veggir í kjallara breytt.
Samþykktar breyttir aðaluppdrættir.
13.   Hlemmiskeið 6 lóð: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – Breyting – 1505001
Sótt er um breytingar á þakglugga og þakhæð. Þakglugga lokað og veggjum lyft.
Samþykkt.
14.   Berustaðir 2 165270: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – viðbygging – 1503036
Sótt er um leyfi til að byggja við fjós 532 ferm. með haugkjallara 257,9 ferm., rúmmál samtals 2.593,3 stálgrindarhús. Heildarstærð eftir stækkun er 1.498,9 ferm. og 5.340,8 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
15.   Aratunga 167193: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1504068
Umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis, veitingarstaður í flokki III í Aratungu 167193.
Ekki er gerð athugasemd við endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingastað í fl. III.
16.   Árgil 167054: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1504016
Umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gistiheimili – gisting.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt sé rekstrarleyfi fyrir gistiheimili í flokki II.