Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 27. júní 2018

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 18 – 82. fundur

haldinn  að Laugarvatni, 27. júní 2018

og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi, Stefán Short Embættismaður og Davíð Sigurðsson Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

 

Ásahreppur – Almenn mál
1.  Krókur land(L208423): Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús og bílsk/skemma – 1806003
Lögð er fram umsókn Loryane Björk Jónssonar dags. 29.05.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhúsi 172 m2 og bílsk/skemma 50 m2 á lóðinni Krókur land (L208423) Ásahreppi, hann fékk áður samþykkt byggingaráform 10.09.2008 en breyting hefur verið gerð á erindi síðan þá.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
2. Nýidalur (L165352): Stöðuleyfi: Skáli skálavarða – 1806083
Lögð er fram umsókn Ferðafélags Íslands dags. 26.06.2018 með stöðuleyfi fyrir skálavarðarhús 8*3,5 m2 á einni hæð á lóðinni Nýadal (L165352) í Ásahreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1. nóvember 2018.
3. Nýidalur (L165352): Stöðuleyfi: Skáli landvarða – 1806084
Lögð er fram umsókn Ferðafélags Íslands dags. 26.06.2018 með stöðuleyfi fyrir landverði 6*3,5 m2 á einni hæð á lóðinni Nýadal (L165352) í Ásahreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1. nóvember 2018.
Hrunamannahreppur – Almenn mál
4. Jaðar 1 (L166785): Umsókn um byggingarleyfi: Frístundahús – 1805062
Lögð er fram umsókn Guðna Guðbergssonar og Elínar Kristrúnar Guðbergsdóttur um byggingarleyfi til að byggja frístundahús með geymslulofti 37,4 m2 á jörðinni Jaðar 1, L166785 í Hrunamannahreppi.
Samþykkt
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
5. Gíslabraut 1 (L194306): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1806025
Lögð er fram umsókn Tinnu Hrafnsdóttur dags. 05.06.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús sem verður samtals 52,5 m2 á lóðinni Gíslabraut 1, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
6. Giljatunga 37 (L213514): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1806059
Lögð er fram umsókn Gigant ehf. dags. 08.06.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 158,2 m2 á lóðinni Giljatungu 37 í Grímsnes- og Grafningshreppi
Vísað til skipulagsnefndar til frekari afgeiðslu.
7. Skipasund 25 (L220373): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1805066
Lögð er fram umsókn Karls Kristinssonar dags. 1.12.2017 móttekin 22.maí 2018 um byggingarleyfi til að byggja Sumarhús sem verður samtals 29,8 m2 á lóðinni Skipasund 25 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
8.  Lyngmóar 1 (169894): Tilkynningarskyld framkvæmd: Fjarskiptamastur – 1806070
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 18.06.2018 móttekin 21.06.2018 frá Nova hf. með umboð frá eiganda lóðar Magnúsar Einarsson fyrir að reisa 8m staur með fjarskiptabúnaði sem stendur á skáp.
Samþykkt
9.  Hraungeisli 2 (L212454): Umsókn um takmarkað byggingarleyfi: Graftarleyfi – 1806073
Lögð er fram umsókn Þóru H. Kristiansen dags. 21.06.2018 móttekin sama dag um takmarkað byggingarleyfi til að hefja jarðvinnu og grafa fyrir vegi og sumarhúsi á lóðinni Hraungeisla 2 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta.
10.  Réttarhólsbraut 12 (L169940): Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1806046
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 08.06.2018 móttekin 12.06.2018 frá löggildum hönnuði Þorsteini Aðalbjörnssyni fyrir niðurrif á sólstofu og byggja setustofu í staðinn við sumarhús á Réttarhólsbraut 12 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir breytingar er 110,2 m2
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
11. Rimi lóð 5 (211200): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1806049
Lögð er fram umsókn Magnúsar Á. Ágústssonar dags. 12.06.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús sem verður samtals 36,1 m2 á lóðinni Rimi lóð 5 (L211200) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
12.  Eystra-Geldingaholt I (L166546): Tilkynningarskyld framkvæmd: Geymsla – 1806058
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 07.06.2018 móttekin 13.06.2018 frá löggildum hönnuði Árna G. Kristjánssyni fyrir byggingu geymslu án lagna og frárennslis á Eystra-Geldingaholti I (L166546) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þinglýstur eigandi er Sigurður Stefánsson.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
Bláskógabyggð – Almenn mál
13.  Kjóastaðir lóð 3 (L190572): Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1805042
Tilkynnt er stækkun á sumarhúsi á Kjóastöðum lóð 3
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
14. Sólvangur (167434): Umsókn um byggingarleyfi: Aðstöðuhús – 1804091
Sótt er um leyfi til að byggja aðstöðuhús 49,4 m2 og 159,1 m3 úr steinsteypu.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
15. Vatnsleysa land A (L188580): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1806060
Lögð er fram umsókn Hilmars Magnússonar, Þorvalds Magnússonar og Erlends Björns Magnússonar dags. 13.06.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús sem verður samtals 81,3 m2 á lóðinni Vatnsleysu land A (L188580) í Bláskógabyggð
Umsókn er synjað. Ekki er gert ráð fyrir raðhúsum á lóð.
16.  Miðhús (L167415): Umsókn um byggingarleyfi: Aðstöðuhús með íbúð mhl 53 – 1806072
Lögð er fram umsókn VR dags. 01.09.2015 móttekin 19.07.2018 um byggingarleyfi til að byggja geymsluskemmu með íbúð fyrir staðarvörð sem verður samtals 234,2 m2 á lóðinni Miðhús (L167415) í Bláskógabyggð
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
17.  Aphóll 8 (167660): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1806034
Lögð er fram umsókn Karls Laxdals Snorrasonar dags. 07.06.2018 móttekin 08.06.2018 um byggingarleyfi til að byggja við sumarhús tvær hæðir sem verður samtals 109,5 m2 á lóðinni Aphóll 8 (L167660) í Bláskógabyggð
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
18.  Sandskeið G-Gata 9 (L170727): Umsókn um takmarkað byggingarleyfi: Graftarleyfi – 1806088
Lögð er fram umsókn Öldu Viggósdóttur dags. 27.06.2018 móttekin sama dag um takmarkaða bygginarleyfi – graftarleyfi fyrir stöplum og rotþró á lóðinni Sandskeið G-Gata 9 í Bláskógabyggð
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta.
Flóahreppur – Almenn mál
19.  Rimar 7 (L212350): Umsókn um takmarkað byggingarleyfi: Graftarleyfi – Íbúðarhús – 1806028
Lögð er fram umsókn Óskars S. Björnssonar og Guðnýjar K. Axelsdóttur dags. 05.06.2018 móttekin sama dag um takmarkað byggingarleyfi, graftarleyfi fyrir íbúðarhús á lóðinni Rimar 7 (L212350) í Flóahreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta
20. Rimar 7 (212350): Stöðuleyfi: Gámur – 1805038
Sótt er um stöðuleyfi fyrir geymslugám meðan íbúðarhús er í byggingarferli og byggingu.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 27.6.2019 vegna framkvæmda.
 
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
21. Kjóastaðir 2 (L167132): Umsögn um rekstrarleyfi – 1806079
Móttekin var tölvupóstur þann 31/05 2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. III frá Hjalta Gunnarssyni kt. 180754-5719, fasteignanúmer 2204843, gististaður með veitingum en þó ekki áfengisveitingum – Minna gistiheimili(C) í landi Kjóastaða 2 (L167132), mhl 7,9,10,11 og 12 í Bláskógabyggð
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði rekstrarleyfi í fl. III (gististaður með veitingum, ekki áfengisveitingum). Hámarksfjöldi gesta 44 manns.
 Flóahreppur – Umsagnir og vísanir
22. Höfðatún (L190239): Umsögn um rekstrarleyfi – 1806081
Móttekin var tölvupóstur þann 05/05 2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II frá Litlholti ehf. kt. 430715 – 0620, fasteignanúmer F2252564, gististaður án veitinga – Minna gistiheimili(C) í landi Höfðatúns, L190239 – mhl 01 í Flóahreppi
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að gefið verð út rektrarleyfi í

fl. II.(gististaður án veitinga) Gisting fyrir allt að 10 manns.

 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

 

Rúnar Guðmundsson    Stefán Short
 Davíð Sigurðsson