Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 24. febrúar 2015

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-02. fundur  

haldinn  Laugarvatn, 24. febrúar 2015

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Byggingarfulltrúi

Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Guðjón Þórisson, Áheyrnarfulltrúi

 

Fundargerð ritaði: Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.   Vatnsholt 2: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun og breyting á leyfi. – 1501035
Óskað er eftir umsögn um endurnýjun og breytingu á rekstrarleyfi fyrir ferðaþjónustuna í Vatnsholti 2
Ekki er gerð athugasemd við rekstur gististaðar, heimagistingar og veitingastaðar í mannvirkjum að Vatnsholti 1 166396, Gistiheimili og þrír svefnskálar og að Vatnsholti 2 166398, heimagisting í íbúðarhúsi, gistiheimili og veitingastaður í fyrrum útihúsum, að undanskilinni gistingu í fjórum íbúðargámum sem eingöngu hafa fengið stöðuleyfi.
2.   Þórsstígur 29: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1502064
Óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi i flokki II – gisting í gestahúsi við sumarhús.
Byggingarfulltrúi gerir athugasemd við að veitt verði rekstrarleyfi fyrir hluta eignarinnar þar sem það hefur verið mat embættisins og skipulagsnefndar að heimilt sé að leigja út sumarhús í skipulögðum sumarhúsahverfum í heild sinni. Leiga á einstökum herbergjum eða hluta fasteignar fellur undir heimagistingu eða gistiheimili sem ekki er talin heimil í frístundahverfum.
3.   Skálabrekkugata 1c: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1502067
Umsögn um starfsleyfi í fl. II; sumarhús gisting – endurnýjun.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við endurnýjun á rekstrarleyfi vegna útleigu á fjórum sumar/ferðaþjónustuhúsum
4.   Kerhraun 5: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1502070
Umsögn um flokk II; Gisting í sumarhúsi
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi til útleigu hússins í heild sinni enda séu mannvirki og frágangur á lóð í samræmi við samþykktar teikningar. Ekki verði um að ræða útleigu á einstökum herbergjum og/eða veitingastarfsemi. Óskað er eftir að afrit af leyfi sé sent til viðkomandi sveitarfélags þegar það er gefið út.
5.   Þóroddsstaðir lóð 4: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1502073
Umsögn um rekstrarleyfi í flokki II: gisting í sumarhúsi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi til útleigu hússins í heild sinni enda séu mannvirki og frágangur á lóð í samræmi við samþykktar teikningar. Ekki verði um að ræða útleigu á einstökum herbergjum og/eða veitingastarfsemi. Óskað er eftir að afrit af leyfi sé sent til viðkomandi sveitarfélags þegar það er gefið út.
6.   Álfasteinssund 22 : Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1502014
Sótt er um leyfi í flokki II gisting í sumarhúsi
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi til útleigu hússins í heild sinni enda séu mannvirki og frágangur á lóð í samræmi við samþykktar teikningar. Ekki verði um að ræða útleigu á einstökum herbergjum og/eða veitingastarfsemi. Óskað er eftir að afrit af leyfi sé sent til viðkomandi sveitarfélags þegar það er gefið út.
7.   Útey 1 lóð 168180: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1502065
Umsögn um rekstrarleyfi í flokki II; sumarhús.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi til útleigu hússins í heild sinni enda séu mannvirki og frágangur á lóð í samræmi við samþykktar teikningar. Ekki verði um að ræða útleigu á einstökum herbergjum og/eða veitingastarfsemi. Óskað er eftir að afrit af leyfi sé sent til viðkomandi sveitarfélags þegar það er gefið út.
8.   Vatnsholt 2: Umsókn um byggingarleyfi: Hesthúsi breytt í veitingasal – 1412005
Sótt er um að breyta hesthúsi í veitingasal, stærðir hússins breytast ekki.
Umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun mannvirkis er samþykkt.
9.   Neðra-Apavatn lóð 169300: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús/aukahús – 1501060
Granni mál nr.201409575642. Sótt er um leyfi til að byggja gestahús/aukahús úr timbri 26,2 ferm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
10.   Eskilundur 7: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1502043
Lagðar fram reyndarteikningar að lokinni byggingu sumarhús. Húsið er 8,5 ferm og 22,8 rúmm stærra en upphaflegar teikningar sögðu til um.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
11.   Dalbraut 10: Umsókn um byggingarleyfi: Stækkun á farfuglaheimili. – 1502015
Frestað vegna athugasemda við teikningar.
12.   Útey 1 lóð 168174: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1502047
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri, 115,2 ferm. og 406 rúm.
Frestað vegna athugasemda við uppdrætti.
13.   Skyggnisbraut 10: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla/gestahús – 1502051
Granni 20140627-5492. Leyfi til að byggja geymslu/gestahús á steyptum kjallara með timbur hæð, 20 m2 að grunnfleti. Húsið er alls 40 ferm og 105 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
14.   Ljósafossskóli sundla 168930: Umsókn um byggingarleyfi: Breyting – 1502052
Granni 50140420-5319. Breyting á notkun húss – Sótt er um að breyta sundlaugarhúsi í parhús, stærð hússins breytist ekki.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
15.   Ásland 166989: Umsókn um byggingarleyfi: Gróður- og pökkunarhús – 1502056
Leyfi til að byggja gróður- og pökkunarhús. Heildarstærð 79,7 ferm. og 327,6 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
16.   Snorrastaðir lóð 168083: Umsókn um byggingarleyfi: Viðbygging – 1502058
Leyfi til að byggja við núverandi sumarhús 5,6 ferm og 13,7 rúmm. úr timbri. Heildarstærð 50,7 ferm. og 149,3 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
17.   Villingavatn 170953: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og gestahús. – 1502054
Lagðar fram reyndarteikningar af sumarhúsinu með lagnakjallara undir hluta hússins. Húsið er óbreytt af öðru leyti.
Vísað til skipulagsnefndar.
18.   Reynilundur 6: Umsókn um byggingarleyfi: Viðbygging sumarhús – 1502024
Granni 20141111-5716. Sótt er um viðbyggingu á sumarhús úr timbri,stærð 3 ferm. Eftir stækkun 39,5 ferm.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
19.   Mosaskyggnir 11: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1502063
Leyfi til byggja sumarhús úr timbri 155,9 ferm og 478,9 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
20.   Sundlaugin Reykholti 167194: Umsókn um byggingarleyfi: Breyting í kjallara hús – 1501034
Granni mál nr. 201411835759 Sótt er um að breyta innra fyrirkomulagi neðri hæðar þar sem innréttaður verður líkamsræktarsalur, nuddstofa, salerni fyrir fatlaða og lyfta sett í húsið.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
21.   Ásabraut 21: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og gestahús – 1502078
Granni 20140952-5662. Leyfi til að byggja sumarhús 74,7 ferm. auk gestahús 40 ferm. úr timbri á steyptan sökkul. Samtals 114,7 ferm. og 376,7 rúmm.
Frestað vegna athugasemda.
22.   Sogsvegur 13: Umsókn um byggingarleyfi: Viðbygging – 1501055
Granni mál 201501325788. Sótt er um viðbyggingu.
Umsókn um byggingarleyfi er hafnað þar sem húsið uppfyllir ekki kröfur byggingarreglugerðar um einangrunargildi.
23.   Hrepphólar166767 : Umsókn um byggingarleyfi: Haugþró – 1502091
Leyfi til að byggja haugþró úr forsteyptum einingum frá Ístak hf. Stærð 304,8 ferm. og 1.280,2 rúmm.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.