Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22. maí 2017

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 17 – 55. fundur

haldinn Laugarvatn, 22. maí 2017

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson, Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson, Byggingarfulltrúi og Guðmundur Þórisson, Áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá: 

 

1.  

Ásahreppur:

Ásheimar: Stöðuleyfi: Gámur – 1705050

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám.
Umsókninni er hafnað, þar sm hún er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.
 
2.   Kálfholt K 3a: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1705047
Sótt er um leyfi fyrir 25 ferm bjálkahús sem á að vera án rafmagns og hita.
Vísað til skipulagsnefndar.
 
3.   Hrunamannahreppur:

Smiðjustígur 6: Umsókn um byggingarleyfi: Iðnaðarhús – viðbygging – 1705051

Sótt er um leyfi til að byggja við iðnaðarhúsnæðið mhl 01. Heildarstærð eftir stækkun er 450,1 ferm og 2.265,2 rúmm.
Vísað á skipulagsnefnd til afgreiðslu.
 
4.   Efra-Sel: Umsókn um byggingarleyfi: Bílskúr – breyting – 1705010
Sótt er um leyfi til að breyta bílskúr í tvö herbergi og þvottahús.
Samþykkt.
 
5.   Gata lóð 4: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og aðstöðuhús – 1705029
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús á tveimur hæðum og aðstöðuhús.
Umsókn um byggingarleyfi er hafnað þar sem hún samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

 

 

 
 

6.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Veitubraut 1: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1705045

Sótt er um leyfi til að byggja gestahús 29,3 ferm og 81 rúmm úr timbri.
Vísað á skipulagsnefnd til afgreiðslu.
 
7.   Hrauntröð 12: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1704036
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 116,4 ferm og 372,5 rúmm úr timbri.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
 
8.    

Brúarholt II: Umsókn um byggingarleyfi; Einbýlishús mhl 03 – breyting – 1705026

Sótt er um leyfi til að breyta íbúðarhúsi mhl 03 í 13 gistiherbergi auk þess sem það á að rífa 12 ferm tengigang á milli íbúðarhús og veitingar/eldhús mhl 10
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
 
9.    

Brúarholt II: Umsókn um byggingarleyfi: hesthús og hlaða – breyting – 1705027

Sótt er um leyfi til að breyta hesthúsi mhl 04 og hlöðu mhl 06 skv. Þjóðskrá Íslands í veitingahús
Vísað á skipulagsnefnd til afgreiðslu.
 
10.    

Hallkelshólar lóð 61: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymsla stækkuð – 1705018

Sótt er um breytingu á máli í one nr. 1604043 sem fékk samþykkt byggingaráform 28/04 2017. Nú er sótt um meiri stækkun á sumarhúsi og geymslu. Heildarstærð eftir stækkun er 72,3 ferm.
Samþykkt.
 
11.    

Borgarholtsbraut 17: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1701066

Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús 42,5 ferm og 136,9 rúmm úr timbri. Heildarstærð eftir stækkun er 84,3 ferm.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

 

 

 
 

12.  

Bláskógabyggð:

Dalbraut 8: Umsókn um byggingarleyfi: Nýjir eldsneytistankar – 1702019

Sótt er um leyfi til að setja niður nýjan eldsneytistank, tæknirými, olíu- og sandskilju og endurnýja frárennslislagnir, plan og niðurföll.
Samþykkt.
 
13.   Eyvindartunga: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – stækkun – 1704032
Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús.
Samþykkt.
 
14.    

Efri-Reykir lóð: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1704053

Tilkynnt er stækkun um 27,3 ferm á sumarhúsi að Efri-Reykjum lóð. Heildarstærð eftir stækkun er 67,3 ferm.
Samþykkt.
 
15.    

Ketilvellir lóð (180214): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1705030

Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús. Heildarstærð eftir stækkun er 76,4 ferm
Samþykkt.
 
16.   Hólavegur 17: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1705046
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 89,9 ferm og 311,7 rúmm úr timbri
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
 
17.   Skólavegur 1a: Umsókn um byggingarleyfi: Starfsmannahús 2 stk – 1704042
Sótt er um leyfi til að flytja tvö 25 ferm starfsmannahús til bráðabirgða og setja niður á Skólaveg 1a
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

 

 

 
18.    

Böðmóðsstaðir lóð (173752): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1705038

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 71,3 ferm og 247,2 rúmm úr timbri.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
 
19.   Flóahreppur:

Ölvisholt 4: Umsókn um byggingarleyfi: Landbúnaðarbyggingar – breyta notkun – 1705015

Granni 2010058-2572. Sótt er um leyfi til að breyta landbúnaðarbyggingunum Ölvisholti 4, mhl 01,02,03,06,08,11 í brugghús
Samþykkt.
 
20.   Glóra III: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – 1705019
Sótt er um leyfi til að byggja íbúðarhús 97,7 ferm og 335,6 rúmm úr timbri
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
 
21.   Bitra þjónustumiðstöð: Umsókn um byggingarleyfi: Þjónustumiðstöð – 1703082
Sótt er um leyfi til að byggja þjónustumiðstöð 1.005,5 ferm og 4.673,2 rúmm.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

 

 

___________________________                       ___________________________