Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21. nóvember 2018

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 90. fundur

haldinn  að Laugarvatni, 21. nóvember 2018

og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson, Rúnar Guðmundsson, Stefán Short, Lilja Ómarsdóttir og Guðmundur G. Þórisson.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, aðstoðarmaður byggingarfulltrúa

 

Dagskrá:

 

Ásahreppur – Almenn mál
1.  Kálfholt 2 K2 (L165296); Umsókn um takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi – 1811041
Fyrir liggur umsókn Eyrúnar Jónasdóttur og Steingríms Jónssonar dags. 14.11.2018 móttekin 15.11.2018 um takmarkað byggingarleyfi, leyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhuguðu húsi á íbúðarhúsalóðinni Kálfholt 2 K2 í Ásahreppi
Umsókn um takmarkað byggingarleyfi er synjað þar sem umsókn er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Hrunamannahreppur – Almenn mál
2. Sóleyjarbakki (L166830); Umsókn um byggingarleyfi; Skemma – 1811036
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Kristinssonar dags. 15.nóvember 2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi fyrir skemmu 200 m2 á jörðinni Sóleyjarbakki (L166830) í Hrunamannahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
3.  Reykjaflöt (L166815); Umsókn um niðurrif; Matshlutar 05,10,11,12 og 14 – 1811039
Fyrir liggur umsókn Landsbankans hf. dags. 19.11.2018 móttekin sama dag um niðurrif á mhl 05 gróðurhús 1.682 m2 byggingarár 1972, mhl 10 gróðurhús 480 m2 byggingarár 1973, mhl 11 pökkunarhús 185,6 m2 byggingarár 1986, mhl 12 kælihús 95,5 m2 byggingarár 1991 og Bogaskemma 71 m2 byggingarár 1960 á jörðinni Reykjaflöt í Hrunamannahreppi. Upplýsingar með heiti á mhl, stærðir og byggingarár eru sóttar úr Þjóðskrá Íslands 19.11.2018
Samþykkt.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
4.  Klausturhólar C-gata 18 (L201840); Umsókn um takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi – 1811027
Fyrir liggur umsókn Fagraþings ehf. dags. 01.11.2018 móttekin 02.11.2018 um takmarkað byggingarleyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhugað sumarhús og gestahús á lóðinni Klausturhólar C-gata 18 (L201840) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta
5.  Klausturhólar C-gata 18 (201840); Stöðuleyfi; Vinnuskúr-verkfærageymsla – 1811029
Fyrir liggur umsókn Fagraþings ehf. dags. 01.11.2018 móttekin 02.11.2018 um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr/verkfærageymslu á lóðinni Klausturhólar C-gata 18 (L201840) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.11.2019
6.  Klausturhólar C-Gata 20 (176843); Umsókn um takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi – 1811028
Fyrir liggur umsókn Fagraþings ehf. dags. 01.11.2018 móttekin 02.11.2018 um takmarkað byggingarleyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhugað sumarhús og gestahús á lóðinni Klausturhólar C-Gata 20 (L176843) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta
7. Þrastahólar 15 (L205946) Umsókn um byggingarleyfi Sumarhús – 1808026
Lögð er fram ný umsókn frá Balázs András Györy og Péter Gergely Györy dags. 11.11.2018 móttekin 12.11.2018 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 83,7 m2 á sumarhúsalóðinni Þrastahólar 15 (L205946) í Grímsnes- og Grafningshreppi – erindið sett að nýju fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa
Umsókn um byggingarleyfi er synjað þar sem þakhalli er ekki í samræmi við gildandi skilmála deiliskipulags.
8. Klausturhólar 2 (168966) Umsókn um byggingarleyfi Gestahús – 1809035
Lögð er fram umsókn Erlu Magnúsdóttur dags. 14.09.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja gestahús 24,4m2 á lóðinni Klausturhólar 2 (L168966) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
9.  Rimamói 9 (L169868) Umsókn um byggingarleyfi Sumarhús – viðbygging – 1808036
Lögð er fram umsókn Ingólfs Ólafssonar dags. 15.08.2018 móttekin 16.08.2018 um byggingarleyfi til að byggja við sumarhús. Heildarstærð eftir stækkun er 62m2 á sumarhúsalóðinni Rimamói 9 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt
10. Hvammsvegur 12 (L214859): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1806071
Lögð er fram umsókn Björns Snorrasonar dags. 18.06.2018 móttekin 19.06.2018 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús sem verður samtals 106,8 m2 á lóðinni Hvammsvegur 12 (L214859) í Grímsnes- og Grafningshreppi meðfylgjandi er umboð frá öðrum eigendum lóðar dags. 19.06.2018
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
11.  Kerengi 13 (L198677); Umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd; Gestahús – 1811034
Fyrir liggur umsókn Eymundar Sveins Einarssonar og Ásgerðar Maríu Óskarsdóttur dags. 30.10.2018 móttekin 06.11.2018 með tilkynningarskylda framkvæmd frá löggildum hönnuði Samúel Smára Hreggviðssyni byggingu gestahúss 33,2 m2 á sumarhúsalóðinni Kerengi 13 í Grímsnes- og Grafningshreppi
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
12.  Sandlækur I, land 2 (L201307) Sandholt 6; Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1811016
Fyrir liggur umsókn frá Fjölskyldubúinu ehf. dags. 06.11.2018 móttekin 07.11.2018 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 162,5 m2 á lóðinni Sandlækur 1, land 2(L201307) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Umsókn um byggingarleyfi er synjað þar sem byggingarefni hússins uppfyllir ekki kröfur byggingarreglugerðar.
13.  Sandlækjarkot (L166588); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúð og skemma – 1811024
Fyrir liggur umsókn Þórdísar Eiríksdóttur dags. 08.11.2018 móttekin 12.11.2018 um byggingarleyfi til að byggja íbúð með svefnlofti og skemmu með geymslulofti 174,8 m2 á jörðinni Sandlækjarkot (l166588) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
14. Álftröð (L222125); Umsókn um byggingarleyfi; Hesthús – 1811026
Fyrir liggur umsókn B.Guðjónsdóttur ehf. dags. 09.11.2018 móttekin 12.11.2018 um byggingarleyfi til að byggja hesthús 119,0 m2 á lóðinni Álftröð (L222125) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
15. Reykjahlíð (L166492) Umsókn um byggingarleyfi Vélaskemma – 1809025
Lögð er fram umsókn frá Reykjahlíð ehf. dags. 11.09.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi fyrir byggingu vélaskemmu 375,2 m2 í Reykjahlíð (L166492) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bláskógabyggð – Almenn mál
16. Brúnir 5 (L227336); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1810030
Lögð er fram umsókn Guðborgar Hildar Kolbeinsdóttur dags. 18.09.2018 móttekin 24.09.2018 um byggingarleyfi til að flytja sumarhús 90m2 á sumarhúsalóðina Brúnir 5 (L227336) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir greinagerð burðarvirkishönnuðar um burðarhæfni, uppbyggingu og ástand eininga sem nota á í húsið.
17.  Kjóastaðir lóð 3 (L190572) Tilkynningarskyld framkvæmd Sumarhús – viðbygging – 1805042
Fyrir liggur umsókn Ólafar Ernu Ólafsdóttur dags. 08.05.2018 móttekin sama dag um tilkynningarskylda framkvæmd frá löggildum hönnunarstjóra Guðmundi Hreinssyni um stækkun á sumarhúsi á lóðinni Kjóastaðir lóð 3 (L190572) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun verður 98,1 m2
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
18.  Myrkholt (L167133); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús – viðbygging – 1809068
Lögð er fram umsókn Lofts Jónassonar dags. 12.09.2018 móttekin 13.09.2018 um byggingarleyfi til að byggja við íbúðarhús 36,9m2 á jörðinni Myrkholti í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun er 187,2m2.
Samþykkt
19.  Myrkholt (L167133); Umsókn um byggingarleyfi; Gripahús – viðbygging – 1809069
Lögð er fram umsókn Lofts Jónassonar dags. 12.09.2018 móttekin 13.09.2018 um byggingarleyfi til að byggja við gripahús á jörðinni Myrkholt í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun er 529,3m2.
Samþykkt
20. Hrosshagi (L167118); Stöðuleyfi; Íbúðarhús – 1811037
Fyrir liggur umsókn Gunnars Sverrissonar og Sigríðar J. Sigurfinnsdóttur dags. 4.10.2018 móttekin sama dag um stöðuleyfi fyrir íbúðarhús á jörðinni Hrosshaga (L167118) í Bláskógabyggð
Umsókn um stöðuleyfi er synjað. Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir varanlegum byggingum á lóðum og skila inn aðaluppdráttum til að fá samþykkt byggingaráform.
Flóahreppur – Almenn mál
21. Árheimar 6 (L227372); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús – 1810040
Lögð er fram umsókn Ingjalds Aam dags. 24.10.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 64,1 m2 á lóðinni Árheimar 6 (L227372) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
22.  Árheimar 1 (L227368); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús með bílgeymslu – 1810038
Lögð er fram umsókn Ingjalds Aam dags. 19.10.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með bílgeymslu 233,7m2 á lóðinni Árheimar í Flóahreppi.
 Málinu er frestað. Byggingarfulltrúi óskar eftir að fá rökstuðning frá hönnuði um skilgreiningu á íbúðarhúsinu og vísar í lið 6.7.1.gr. Almennar kröfur til íbúða í byggingarreglugerð.
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
23. Lambhagi 14 (L202303); Umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 1811045
Móttekinn var tölvupóstur 15.11.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahúsi(gististaður án veitinga) frá Sigurði Sigfússyni á lóðinni Lambhagi 14 (L202303), fasteignanúmer F2290153 í Bláskógabyggð.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Lambhaga 14 Bláskógabyggð á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

 

Davíð Sigurðsson    Rúnar Guðmundsson
 Stefán Short    Lilja Ómarsdóttir