Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 2. nóvember 2016.

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-41. fundur  

haldinn Laugarvatn, 2. nóvember 2016

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson, Rúnar Guðmundsson og Guðmundur Þórisson Áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1.   Hrunamannahreppur:

Hrunamannavegur 3 og 5: Fyrirpurn: Verslunar- og þjónustuhús – 1610040

Fyrirspurn um hvort megi byggja verslunar- og íbúðarhús á tveimur hæðum á Hrunamannavegi 3 og 5. Verslun og þjónusta á neðri hæð og íbúðir á efri hæð. Grunnflötur hæða verður um það bil 518 ferm eða 1.036 ferm sem verður 0,7 nýtingarhlutfall fyrir báðar lóðir.
Byggingarfulltrúi telur að fyrirspurnin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi og því þurfi að gera breytingu á skipulagi til að erindið fái framgöngu.
2.   Kópsvatn 1 166792: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – viðbygging – 1608076
Sótt er um leyfi til að byggja við fjós
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
3.   Birkibyggð 1: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1610024
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 139,9 ferm og 446,4 rúmm úr timbri
Umsókninni er hafnað vegna eftirfarandi athugasemda: Miðað við afstöðumynd er mænisstefna húss ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag auk þess sem það er of stórt. Heildarbyggingarmagn er á innlögðum teikningum 165,6 fm en má vera um 147,3 fm.
4.   Smiðjustígur 10: Umsókn um byggingarleyfi: Atvinnuhúsnæði – 1610041
Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði.
Vísað til skipulagsnefndar, þar sem skerpa þarf á deiliskipulagsskilmálum.
 

5.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Kambsbraut 4: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1610043

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 114,5 ferm og 362,9 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
6.   Rimi lóð 7: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1610036
Sótt er um leyfi til að byggja bjálkahús 36,1 ferm og 108,6 rúmm
Byggingarfulltrúi fer fram á rökstuðning hönnuðar um að einangrunargildi húss standist byggingarreglugerð.
7.   Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Ásólfsstaðir 1 166536: Tilkynningarskyld framkvæmd: Gestahús – stækkun – 1610017

Tilkynnt er stækkun á gestahúsi, mhl 13 á Ásólfsstöðum 1 166536. Heildarstærð eftir stækkun er 50,6 ferm og 118,4 rúmm.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 og samræmast skipulagsáætlunum.
8.   Bláskógabyggð:

Krossholt 5: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1611002

Tilkynnt er stækkun á sumarhúsi í Krossholti 5 um 15,5 ferm, heildarstærð eftir stækkun er 89,5 fermetrar
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 og samræmast skipulagsáætlunum.
9.   Melur: Umsókn um byggingarleyfi: Þjónustuhús – 1610019
Sótt er um leyfi til að byggja þjónustuhús 350 ferm og 1.303 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 

10.  

Flóahreppur:

Langholt 2 166249: Umsókn um byggingarleyfi: Frístundahús – 1610037

Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús 85 ferm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 

11.  

Umsögn um rekstrarleyfi:

Dalbraut 8: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1609054

Umsögn um endurnýjun á rekstarleyfi í fl. II, veitingastaður – veitingastofa og greiðasala
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði endurnýjað rekstrarleyfi fyrir í fl. II, Veitingastaður – veitingastofa og greiðasala.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

 

 

___________________________                       ___________________________