Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19. október 2016

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16 – 40. fundur  

haldinn Laugarvatn, 19. október 2016

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi og Guðmundur Þórisson Áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

 

1.  

Ásahreppur:

Sjónarhóll: Umsókn um byggingarleyfi: Tækjageymsla – 1610016

Sótt er um leyfi til að byggja tækjageymslu 261 ferm og 1.186,2 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarfulltrúi gerir kröfu um útreikninga á burðarhæfni byggingarefna og að efnin/standist kröfur byggingarreglugerðar 112/2012.
 
 

2.  

Hrunamannahreppur:

Ásland 166989: Umsókn um byggingarleyfi: Gróðurhús – stækkun – 1610022

Sótt er um að leyfi til að hækka lofthæð á gróðurhúsi mhl 02 um 1,4 m.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
3.   Holtabyggð 222: Umsókn um byggingarleyfi: Bílgeymsla – 1610021
Sótt er um leyfi til að byggja bílgeymslu 30 ferm. Hætt er við að byggja geymslu 9,5 ferm sem fékk samþykkt byggingaráform 13. janúar 2016 (one nr. 1512049)
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
4.   Grímsnes- og Grafningshreppur:

Borgarbraut 20: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – viðbygging – 1609050

Sótt er um leyfi til að fjarlægja eldri hluta húss og byggja við íbúðarhús um það bil 105 ferm. Heildarstærð eftir stækkun er 236 ferm og 914,2 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
5.   Hallkelshólar lóð 92: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1610018
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 40,5 ferm og 135,2 rúmm úr timbri
Stenst ekki kröfur byggingarreglugerðar.
 
 

6.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Búrfellstöð: Umsókn um byggingarleyfi: BIO Diesel tankur – 1502038

Granni 20141022-5697.Óska eftir að setja tank fyrir BIO Diesel rétt sunnan við stöðvarhús. HM** 31.08.16 – málið var upphaflega skráð sem framkvæmdaleyfismál en breytt í byggingarleyfismál til samræmis við bókun skipulagsnefndar á 79. fundi. EDE
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
7.   Ásólfsstaðir 1 166536: Tilkynningarskyld framkvæmd: Gestahús – stækkun – 1610017
Tilkynnt er stækkun á gestahúsi, mhl 13 á Ásólfsstöðum 1 166536. Heildarstærð eftir stækkun er 50,6 ferm og 118,4 rúmm.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
 
8.   Áshildarvegur 26: Umsókn um byggingarleyfi: Aðstöðuhús – 1609039
Sótt er um leyfi til að byggja aðstöðuhús 15,3 ferm og 36,8 rúmm úr timbri.
Samþykkt
 
9.   Bláskógabyggð:

Skálabrekkugata 12: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymsla – 1610011

Sótt erum leyfi til að byggja sumarhús 139,9 ferm og 446,4 rúmm og geymslu 45,3 ferm og 138,8 rúmm úr timri
Skv. deiliskipulagi má vegghæð vera 3 m og geymsla má að hámarki vera 25 fm. Umsóknin er því í ósamræmi við skilmála
 
10.   Friðheimar 167088: Umsókn um byggingarleyfi: Þjónustuhús – viðbygging – 1610020
Sótt er um leyfi til að byggja þjónustuhús á tveimur hæðum við gróðurhús mhl 14.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
 
11.   Melur: Umsókn um byggingarleyfi: Þjónustuhús – 1610019
Sótt er um leyfi til að byggja þjónustuhús 350 ferm og 1.303 rúmm úr timbri.
Gera þarf grein fyrir fjölda gesta í sal, og hver verður notkun sala.

 

 

 
12.   Skálabrekkugata 21: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1608078
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 194,5 ferm og 803,2 rúmm úr timbri
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
 

13.  

Umsögn um rekstrarleyfi:

Borgarleynir 13: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1609021

Umsögn um nýtt rekstarleyfi í fl. II, gististaður – sumarhús
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. Gisting fyrir allt að 7 manns.
 
14.   Öldubyggð 13: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1609022
Umsögn um nýtt rekstarleyfi í fl. II, gististaður – sumarhús
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. Gisting fyrir allt að 10 manns.
 
15.   Álftavík: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1607030
Umsögn um nýtt rekstarleyfi í fl. II, gististaður – sumarhús
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl.II. Sumarhús. Gisting fyrir allt að 8 manns.
 
16.   Bergsstaðir 189404: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1508034
Umsögn um rekstrarleyfi í flokki II, gistiheimili.
Byggingarfulltrúi hefur ekki fengið nein viðbrögð frá umsagnaraðilum
 
17.   Svartárbotnar 189446:Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1608009
Umsögn um nýtt rekstarleyfi í fl. II, gististaður – (gistiskáli)
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við nýtt rekstrarleyfi í fl. II.Gistiskáli. Gisting fyrir allt að 45 manns.
 
18.   Fremsta-Ver 167347: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1608010
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í fl. II, gististaður – (gistiskáli)
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. Gistiskáli. Gisting fyrir allt að 26 manns.
 
19.   Dalbrún 167426: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1609019
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í fl. I, gisting – heimagisting
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. I. Heimagisting. Gisting fyrir allt að 5 manns.
 
20.   Halakot lóð 196621: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1606079
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í fl. II, gististaður – íbúðir.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II.Íbúðir. Gisting fyrir allt að 10 manns.
 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

 

 

___________________________                       ___________________________