Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 17. janúar 2018

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 18 – 71. fundur

haldinn að Laugarvatni, 17. janúar 2018

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson, Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Stefán Short, Embættismaður.

 

Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa

Dagskrá: 

 

1.  

Hrunamannahreppur:

Jata: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús mhl 18 – 1801031

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 46,7 fm2 og 134,4 m3 úr timbri í stað þess sem fyrir er
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
 
2.   Kotlaugar: Umsókn um byggingarleyfi: Starfsmannahús – 1801003
Sótt er um leyfi fyrir starfsmannahús 53,2 fm2 og 149 m3 úr timbri, húsið verður flutt tilbúið frá Ásabyggð 41 í Hrunamannahreppi.
Samþykkt
 
3.   Kotlaugar: Umsókn um byggingarleyfi: Ferðaþjónustuhús – 1801004
Sótt er um leyfi fyrir ferðaþjónustuhús 53,2 fm2 og 149 m3 úr timbri, húsið verður flutt tilbúið frá Ásabyggð 43 í Hrunamannahrepp
Samþykkt
 
 

4.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Minni-Bær (168264): Umsókn um byggingarleyfi: Bílageymsla – 1710015

Sótt er um leyfi til að byggja bílageymslu 479,5 fm2 og 2.920,1 m3
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
 
5.   Dvergahraun 22: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1712039
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús með kjallara 172 fm2 og 528,3 m3
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
 
6.    

Kerhraun C 98: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1711066

Tilkynnt er stækkun á sumarhúsi, 23,9 fm2 og 93,6 m3 úr timbri á Kerhrauni C 98. Heildarstærð eftir stækkun er 81,5 fm2,
Vísað til skipulagsnefndar.
 
7.   Bláskógabyggð:

Friðheimar: Umsókn um byggingarleyfi: Viðbygging – móttaka (mhl 15) – 1712041

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við aðalinngang (mhl 15) 18 fm2. Heildarstærð eftir stækkun verður 52,2 fm2 og 206,3 m3.
Vísað til skipulagsnefndar.
 
 

8.  

Flóahreppur:

Breiðholt land: Umsókn um byggingarleyfi: Skemma óeinangruð – 1801023

Sótt er um leyfi til að byggja óeingraða skemmu 338,9 fm2 og 1.785,2 m3 með braggalagi
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
 
 

9.  

Umsögn um rekstrarleyfi:

Miðmundarholt 1: Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1801024

Móttekin var tölvupóstur þann 5/1 2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II, gististaður – frístundahús (G)
Umsókninni er hafnað, þar sem hús samræmist ekki reglugerð 1277/2016.
Samkvæmt reglugerð er ekki heimilt að veita rekstrarleyfi í sumarhúsum.
 
10.   Miðmundarholt 2: Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1801025
Móttekin var tölvupóstur þann 5/1 2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II, gististaður – frístundahús (G)
Umsókninni er hafnað, þar sem hús samræmist ekki reglugerð 1277/2016.
Samkvæmt reglugerð er ekki heimilt að veita rekstrarleyfi í sumarhúsum.
 
11.   Miðmundarholt 5: Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1801026
Móttekin var tölvupóstur þann 5/1 2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II, gististaður – frístundahús (G)
Umsókninni er hafnað, þar sem hús samræmist ekki reglugerð 1277/2016.
Samkvæmt reglugerð er ekki heimilt að veita rekstrarleyfi í sumarhúsum.
 
12.   Áshildarvegur 35: Umsögn um rekstrarleyfi: Gisting – 1801014
Móttekin var tölvupóstur þann 4/1 2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II, gististaður – frístundahús
Umsókninni er hafnað, þar sem hús samræmist ekki reglugerð 1277/2016.
Samkvæmt reglugerð er ekki heimilt að veita rekstrarleyfi í sumarhúsum.
 
13.   Egilsstaðir 1: Umsögn um rekstrarleyfi – gisting – 1711052
Móttekin var tölvupóstur þann 22/11 2017 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga – gistiskáli (D)
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt sé rekstrarleyfi í fl II, gististaður án veitinga.
Gisting fyrir allt að 8 manns, 4 í hvoru húsi.
 
14.   Kríumýri: Umsögn um rekstrarleyfi, veitingar – 1801002
Móttekin var tölvupóstur þann 29/12 2017 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II, veitingar – skemmtistaður (B)
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II flokkur B. Gestafjöldi allt að 50 manns.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

 

 

___________________________                       ___________________________