Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 17. febrúar 2016

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-24. fundur  

haldinn Laugarvatn, 17. febrúar 2016

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi og Guðmundur Þórisson Embættismaður

 

Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

 

Dagskrá: 

 

1.  

 

Hrunamannahreppur:

Syðra-Langholt 6: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús, gestahús og geymslu – 1509075

Sótt er um leyfi til að byggja íbúðarhús 131,5 ferm, gestahús og geymslu 58,1 ferm. Heildarstærð er 189,6 ferm og 604,7 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
2.   Efra-Sel 203095: Umsókn um byggingarleyfi: Einbýlihús – breyting á notkun – 1512005
Sótt er um leyfi til að breyta íbúðarhúsi í gistiheimili.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 

3.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Bústjórabyggð 15: Takmarkað byggingarleyfi – 1602010

Sótt er um leyfi til að jarðvegsskipta undir sumarhús. Til stendur að byggja sumarhús eftir 5-10 ár.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta.
4.   Bústjórabyggð 16: Takmarkað byggingarleyfi – 1602011
Sótt er um leyfi til að jarðvegsskipta undir sumarhús sem til stendur að byggja eftir 5-10 ár.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta.
5.   Borgarbraut 10: Umsókn um byggingarleyfi: Einbýlishús – bílgeymsla – 1602013
Sótt er um að byggja bílgeymslu með tengibyggingu við einbýlishús úr timbri 49,2 ferm. Heildarstærð 167,3 ferm og 585,6 rúmm.
Vísað til skipulagsnefndar vegna ósamræmis við deiliskipulag svæðisins. Stærð húss í umsókn er stærri en gert er ráð fyrir í deiliskipulagi.
6.   Hvammar 29: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1602027
Sótt er um leyfi til að flytja gestahús 25,6 ferm og 73,9 rúmm úr timbri á lóðina.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
7.   Öndverðarnes 2 lóð 170121: Umsókn um byggingarleyfi: Frístundarhús – 1505036
Sótt er um leyfi til að byggja frístundarhús 36,2 ferm og 115,6 rúmm úr timbri.
Umsókninni er hafnað þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.
8.   Öndverðarnes 2 lóð 170121: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1505035
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 47,2 ferm og 151,3 rúmm úr timbri.
Umsókninni er hafnað þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.
 

9.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Birkikinn 166577: Umsókn um byggingarleyfi: Bílskúr – breyting – 1602025

Sótt er um leyfi að breyta bílskúr 54 ferm , byggður árið 2008 í gestahús.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 

10.  

Bláskógabyggð:

Dynjandisvegur 26: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – breyting – 1602002

Granni 20090173-1428.Sótt var um leyfi til að byggja sumarhús 126 ferm og 403,2 rúmm, samþykkt byggingaráform 27/02 2009. Nú er sótt um leyfi til að byggja sumarhús 126 ferm og 403,2 rúmm úr timbri með breytingum.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 

11.  

Umsagnir um rekstrarleyfi:

Efra-Sel 203095: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1509087

Umsögn um nýtt leyfi í flokki II, gististaður á Kaffi Sel ehf.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu reksrarleyfis í mannvirkinu.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

 

 

___________________________                      ___________________________