Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16. apríl 2015

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-05. fundur  

haldinn  Laugarvatn, 16. apríl 2015

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Byggingarfulltrúi

Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Kristján Einarsson

Guðjón Þórisson, Aðstoðarmaður byggingarfu

 

Fundargerð ritaði: Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

1.   Hveramýri 3: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla – 1503056
Sótt er um að byggja bjálkarhús 26,2 ferm og 68,9 rúmm sem ætlað er að nota sem geymslu.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
2.   Galtaflöt 3: Umsókn um byggingarleyfi: Viðbygging – 1502040
Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús 36,7 ferm. úr timbri. Heildarstærð eftir stækkun er 86,2 ferm. og 277 rúmmetrar.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
3.   Kiðjaberg lóð 27: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – stækkun – 1504003
Sótt er um leyfi til að byggja 20,1 ferm og 53,9 rúmm úr timbri við sumarhús. Heildarstærð eftir stækkun er 86 ferm. og 278,2 rúmm.
Frestað í samræmi við athugasemdir, sem sendar eru hönnuði.
4.   Kiðjaberg lóð 62: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1504025
Sótt er um leyfi til að endurnýja samþykkt byggingaráform 30/08 2005. Sumarhús 100,8 ferm og 348 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
5.   Viðeyjarsund 5: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1504028
Granni 20100768-2674. Sótt er um endurnýjun á áður samþykktu máli 15/07 2010; sumarhús úr timbri 67 ferm og 249,6 rúmm á einni hæð með svefnlofti að hluta. Húsið verður flutt frá Reykjanesbæ.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
6.   Lyngbrekka 12: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1504018
Sótt er um að byggja 26,7 ferm og 68,7 rúmm viðbyggingu við sumarhúsið úr timbri. Heildarstærð 46,6 ferm og 116 rúmm.
Frestað í samræmi við athugasemdir sem sendar eru hönnuði
7.   Nesjavellir 209139: Umsókn um byggingarleyfi: Breyting – 1503049
Sótt er um leyfi til að gera breytingar á eldhúsi og veitingasal á Ion Hóteli og bætt við herbergi sem uppfyllir þarfir hreyfihamlaðra. Fyrir liggur áætlun um frekari breytingar með fjölgun herbergja fyrir hreyfihamlaðra.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
8.   Haukadalur 4 167101: Umsókn um byggingarleyfi: viðbygging við Hótel. – 1501045
Sótt er um að byggja hótel á þremur hæðum auk kjallara sem tengist núverandi hóteli. Einnig stækka núverandi hótel um 315,7 ferm. og breyta útliti þess. Stærð þess verður 1476 ferm. eftir breytingar. Nýtt hótel verður 6835 ferm. Alls verður húsið 8311,0 ferm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
9.   Skálabrekka lóð 201323: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1501065
Sótt er um að byggja gestahús 28,8 ferm. úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
10.   Skálabrekka lóð: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og bátaskýli – 1504021
Granni 20110329-3103. Sótt er um að fá að endurnýja samþykkt byggingaráform 5. apríl 2011. Sumarhús 126,7 ferm og bátaskýlið 30 ferm. Heildarstærð er 156,7 ferm og 554,1 rúmm.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
11.   Ketilvellir lóð 167815: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús viðbygging – 1504023
Endurnýjun á leyfi sem var samþykkt 28/06 2005, viðbygging á sumarhúsi og stakri geymslu.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
12.   Austurey lóð 167689: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1504033
Granni 20120347-3775. Sótt er um breytingu á áður samþykktu máli þann 3. október 2012. Hætt er við hluta stækkunar.
Samþykkt.
13.   Brattholt lóð 189012: Umsókn um byggingarleyfi: Hótel – viðbygging – 1503051
Sótt er um að byggja við hótel. Byggð er ný herbergjaálma með 20 herbergjum. Stækkun er 895,1 ferm. Húsið verður alls 1.429,3 ferm eftir stækkun.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
14.   Dalbraut 10: Umsókn um byggingarleyfi: Stækkun á hosteli – 1502015
Granni 20140440-5383. Sótt er um stækkun á húsinu. Um er að ræða stækkun beggja vegna hússins, húsið verður alls 1.055,6 ferm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
15.   Kjarnholt I lóð 6: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús og bílskúr – 1503006
Sótt er um leyfi til að byggja íbúðarhús á einni hæð 191,1 ferm. og bílskúr 80 ferm.úr timbri Samtals 271,1 ferm og 864,8 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
16.   Hnaus 166346: Umsókn um byggingarleyfi: Skemma – 1504032
Sótt er um skemmu 169 ferm og 657,5 rúmm. Skemman er óeinangruð og óupphituð.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
17.   Hnaus 166346: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1504031
Sótt er um að byggja sumarhús á tveimur hæðum úr timbri, stærð 238,5 ferm og 478,9 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
18.   Stóra-Ármót lóð 178683: Umsókn um byggingarleyfi: Stækkun – 1501053
Granni mál 201412825785. Sótt er um viðbyggingu við íbúðarhús 104,1 ferm. Húsið verður samtals 234,1 ferm. eftir stækkun. Grenndarkynning hefur farið fram og lauk með yfirlýsingu þess sem kynnt var fyrir að ekki væri gerð athugasemd við framkvæmdina.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
19.   Kiðjaberg lóð 56: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1503048
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri, stærð 134,9 ferm og 512,1 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
20.   Steinar 168288: Stöðuleyfi: Sumarhús – 1504045
Sótt er um leyfi til setja sumarbústað tímabundið að Steinum.
Stöðuleyfi veitt til 15.04.2016 í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. Óheimilt er að taka húsið til notkunar.
21.   Lindarbær 1 C 176845: fyrirspurn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – 1504007
Fyrirspurn hvort flytja megi sumarhús 41,3 ferm og 114,8 rúmm úr timbri. Húsið verður endurgert þannig að það uppfylli ákv. byggingarreglugerðar sem íbúðarhús. Til stendur að byggja við húsið 47,2 ferm. og síðan stakstæða bílgeymslu 41 ferm. Heildarstærð 129,5 ferm og 344,4 rúmm.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
22.   Brjánsstaðir 16645R: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1503027
Umsögn um rekstrarleyfi,gististaður í flokki V, hótel.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé rekstrarleyfi með fyrirvara um að lagfæringar á þeim þáttum sem athugasemdir komu á við lokaúttekt þann 1. apríl s.l. verði lokið í síðasta lagi 5. maí n.k.
23.   Öndverðarnes 1 168299: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1503028
Umsögn um rekstrarleyfi,veitingastaður (veitingastofa og greiðasala) í flokki II í Golfskálanum Öndverðarnesi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé rekstrarleyfi fyrir veitingastað í fl. II í samræmi við erindið.
24.   Kiðjabergsvöllur 173468: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1503038
Umsögn um rekstarleyfi í Golfskálanum Kiðjabergi í flokki II, veitingastaður.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé rekstrarleyfi fyrir veitingastað í fl. II í samræmi við erindið.
25.   Skálatjörn lóð 201302: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1504011
Umsögn um nýtt rekstarleyfi,heimagisting í flokki I.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði rekstrarleyfi til heimagistingar í húsinu enda verði aðeins leigð út þau herbergi sem samþykkt eru til íbúðar. Óskað er eftir að afrit af leyfi sé sent til viðkomandi sveitarfélags þegar það er gefið út.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00