Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 13. janúar 2016

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-22. fundur  

haldinn Laugarvatn, 13. janúar 2016

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson , Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi og Guðmundur Þórisson Áheyrnarfulltrúi

 

Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá: 

 

1.  

Hrunamannahreppur:

Holtabyggð 222: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymsla – 1512049

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 170,3 ferm og 562 rúmm og geymsla 9,5 ferm og 24,4 rúmm úr steinsteypu.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfið er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
2.   Garður 166748: Umsókn um byggingarleyfi: Sundlaugarskýli – stækkun – 1601013
Sótt er um leyfi til að byggja við sundlaugarskýli 277,2 ferm og 862,5 rúmm úr timbri á steinsteypta sökkla sem fyrir eru. Heildarstærð eftir stækkun er 514,8 ferm og 1.599 rúmm.
Frestað vegna athugasemda um brunavarnir.
3.   Flúðir 166740: Umsókn um byggingarleyfi: Skilti – 1512004
Sótt er um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti frá Límtré Vírnet við aðkeyrslu frá Hrunamanna- og Skeiðavegi. Auglýsingarskiltið er skeifa úr timbri auk stálplötu með nafni fyrirtækisins.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að skiltið verði reist.
 

4.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Hestur lóð 23: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1601005

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 135,7 ferm og 433,5 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
5.   Snæfoksstaðir lóð 169652: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – stækkun – 1511076
Sótt er um leyfi að byggja við sumarhús úr timbri, 26,3 ferm og 89 rúmm. Heildarstærð eftir stækkun er 64,6 ferm og 208 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
6.   Snæfoksstaðir lóð 169662: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1512031
Sótt er leyfi til að byggja gestahús 25,6 ferm og 81,4 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
7.   Klausturhólar lóð 168972: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging og gestahús – 1510021
Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús 16,2 ferm og 96,9 rúmm og gestahús 38,7 ferm og 139,5 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð
8.   Þóroddsstaðir lóð 4: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1601006
Sótt er um leyfi fyrir gestahús úr timbri 23,9 ferm og 52,7 rúmm sem verður flutt tilbúið á staðinn.
Vísað til skipulagsnefndar, þar sem skipulagsskilmálar eru óljósir.
 

9.  

Bláskógabyggð:

Hakið lóð 1: Umsókn um byggingarleyfi: Sýningarsalur – stækkun – 1512046

Sótt er um leyfi til að byggja við gestastofu, sýningarsal 1.092,2 ferm og 4.583,9 rúmm úr steinsteypu.
Frestað vegna athugasemda um brunavarnir.
10.   Iða lóð 11: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging og geymsla – 1601017
Sótt er um leyfi fyrir þegar byggðri tengibyggingu og geymslu, stærð 98,9 ferm og 368,1 rúmm. Heildarstærð eftir stækkun er 166,4 ferm og 588,1 rúmm.
Frestað vegna athugasemda um brunavarnir.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00