Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 13. desember 2017

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 17 – 69. fundur

haldinn Laugarvatni, 13. desember 2017

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson, Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson, Byggingarfulltrúi og Guðmundur Þórisson, Áheyrnarfulltrúi, Þórarinn Magnússon, Áheyrnarfulltrúi

 

Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá: 

 

1.  

Ásahreppur:

Sjónarhóll: Tilkynningarskyld framkvæmd: Íbúðarhús – viðbygging – 1711023

Tilkynnt er stækkun á íbúðarhúsi um 39,9 fm2. Heildarstærð eftir stækkun er 181,3 fm2 og 622,1 m3.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
 
2.   Grímsnes- og Grafningshreppur:

Þrastalundur lóð 1: Umsókn um byggingarleyfi: Veitingahús – stækkun – 1711065

Sótt er um leyfi til að byggja við veitingahús 10,5 fm2 og 30 m3 úr timbri. Heildarstærð eftir stækkun er 460,4 fm2
Samþykkt.
 
3.   Reykjanes lóð 9: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla – 1711057
Sótt er um leyfi fyrir geymslu 39,8 fm2 og 129,4 m3.
Samþykkt.
 
 

4.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Vesturkot: Umsókn um byggingarleyfi: Hlaða – viðbygging – 1704052

Sótt er um leyfi til að byggja við hlöðu, heildarstærð eftir stækkun er 132,5 fm2 og 817,6 m3
Samþykkt.

 

 

 
 

5.  

Bláskógabyggð:

Einiholt 1 land 2: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – 1712012

Sótt er um leyfi til að byggja íbúðarhús með risi að hluta úr timbri, 92,6 fm2 og 357,1 m3
Vísað til skipulagsnefndar til yfirferðar.
 
6.    

Álfhólsvegur 2: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – stækkun – 1711024

Tilkynnt er stækkun 39,2 fm2 úr timbri á sumarhúsinu að Álfhólsvegi 2. Heildarstærð verður 86,9 fm2
Samþykkt.
 
7.    

Kjóastaðir 1 land 2: Umsókn um byggingarleyfi: Veitingahús – viðbygging – 1703079

Sett að nýju fyrir fund og nú er sótt um stækkun til viðbótar 15,2 fm2 á veitingarhúsi og 39,2 m3. Heildarstærð eftir stækkun er 482,3 fm2
Samþykkt.
 
 

8.  

Flóhreppur:

Laugardælur jarðhiti: Umsókn um byggingarleyfi: Dæluhús – 1712017

Sótt er um leyfi til að flytja eldra dæluhús af borholu nr. 17 á nýjar undirstöður yfir borholu nr. 18 sem er 17,7 fm2 og 55,6 m3.
Samþykkt.
 
 

9.  

Umsögn um rekstrarleyfi:

Kjóastaðir 1 land 2: Umsögn um rekstrarleyfi – 1711067

Borist hefur tölvupóstur dagsettur 29/12 2017 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. III, umfangsmikill áfengisveitingastaðir í A,B,C,D,E,F og G í tegund veitingastaða.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verið leyfi í rekstrarflokki III flokkar A-G. Gestafjöldi allt að 348 manns.

 

 

 
10.   Goðatún: Umsögn um rekstrarleyfi – 1710003
Borist hefur tölvupóstur dagsettur 3/10 2017 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, tegund gististaða – íbúðir (F), mhl 03 gestahús á Goðatúni skv. Þjóðskrá Íslands
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt sé rekstrarleyfi í fl II, gististaður án veitinga.
Gisting fyrir allt að 4 manns.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

 

 

___________________________                       ___________________________