Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19. desember 2018

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 18 – 92. fundur

haldinn að Laugarvatni, 19. desember 2018

og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson byggingarfulltrúi, Stefán Short embættismaður, Lilja Ómarsdóttir embættismaður og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, aðstoðarmaður byggingarfulltrúa

 

Dagskrá:

 

Hrunamannahreppur – Almenn mál
1.  Birkibyggð 8 (L224618): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og gestahús – 1808039
Lögð er fram umsókn JR smíði ehf. dags. 08.08.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 135,1 m2 og gestahús 30,5 m2 á sumarhúsalóðinni Birkibyggð 8 (L224618) í Hrunamannahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
2. Sóleyjarbakki (L166830); Umsókn um byggingarleyfi; Skemma – 1811036
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Kristinssonar dags. 15.nóvember 2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi fyrir skemmu 200 m2 á jörðinni Sóleyjarbakki (L166830) í Hrunamannahreppi.
Samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
3.  Farbraut 3 (169416); Tilkynningarskyld framkvæmd; Sumarhús stækkun og saunahús – 1812027
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 05.12.2018 móttekin sama dag frá löggildum hönnuði Ólafi Tage Bjarnasyni til að byggja við sumarhús 8,6 m2 og byggja saunahús 22,6 m2 á sumarhúsalóðinni Farbraut 3 (L169416) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð sumarhúss verður 59,3 m2
Tilkynningarskyld framkvæmd skv. gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
4.  Kjarrbraut 9 (L190734); Umsókn um takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi – 1812030
Fyrir liggur umsókn Þorvarðar G. Hjaltasonar og Guðrúnar Einarsdóttur dags. 11.12.2018 móttekin sama dag um takmarkað byggingarleyfi, leyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhuguðu sumarhúsi auk leggja vegslóða á lóðinni Kjarrbraut 9 (L190734) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta.
5.  Klausturhólar C-gata 20 (L176843); Stöðuleyfi; Vinnuskúr – verkfærageymsla – 1812033
Lögð er fram umsókn Fagraþings ehf. dags. 29.11.2018 móttekin 10.12.2018 um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr/verkfærageymslu á sumarhúsalóðinni Klausturhólar C-Gata 20 (176843) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.12.2019
6.  Klausturhólar C-gata 18 (201840); Stöðuleyfi; Vinnuskúr-verkfærageymsla – 1811029
Erindi er sett að nýju fyrir afgreiðslufund af beiðni eiganda/umráðanda lóðar, Fagraþing ehf. Óskað er eftir að stöðuleyfi fyrir vinnuskúr/verkfærageymslu á lóðinni Klausturhólar C-gata 18 (L201840) í Grímsnes- og Grafningshreppi verði fellt úr gildi sem fékk samþykkt stöðuleyfi á afgreiðslufundi þann 21.11.2018.
Samþykkt.
7. Bústjórabyggð 8 (L221731) Umsókn um byggingarleyfi Sumarhús – 1708047
Fyrir liggur ný umsókn frá e-gull dags. 03.12.2018 móttekin 04.12.2018 með uppfærðum aðalteikningum um byggingarleyfi til að flytja sumarhús 54,3 m2 á lóðina Bústjórabyggð 8 (L221731) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Málinu er frestað. Óskað er eftir gæðavottun byggingarhluta ásamt álagsforsendum og útreikningum á hliðarfærslum fyrir veggi, þak og gólf.
8.  Minni-Borg 2 (L226996); Umsókn um byggingarleyfi; Viðbygging og breytt notkun mhl 01 – 1811064
Fyrir liggur umsókn Þrastar Sigurjónssonar og Hildar Magnúsdóttur dags. 22.10.18 mótt. 28.11.18 um byggingarleyfi til að breyta íbúðarhúsnæði í gistihúsnæði og að byggja við húsið 33,5 m2 á Minni-Borg 2 (L226996) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bláskógabyggð – Almenn mál
9. Tunguholt 1 (L227467); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1812029
Fyrir liggur umsókn Þóru Bjarkar Kristjánsdóttur dags. 12.12.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 130,6 m2 á sumarhúsalóðinni Tunguholt 1 (227467) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
10.  Efri-Reykir lóð (L180194); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús með geymslu – 1810035
Lögð er fram ný umsókn Ingunnar H. Þóroddsdóttur dags. 12.10.2018 móttekin 29. nóvember 2018 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús með risi og áfastri geymslu 142,6 m2 á sumarhúsalóðinni Efri-Reykir lóð (L180194) í Bláskógabyggð.
Umsókn um byggingarleyfi er hafnað þar sem vafi er um eignarrétt og umráð umsækjanda að viðkomandi lóð.
11.  Haukadalur 4 (167101); Umsókn um byggingarleyfi; viðbygging við Hótel. – 1501045
Fyrir liggja breyttar aðalteikningar dags. 28.11.2018 móttekið 29.11.2018 með breytingu frá fyrri samþykkt dags. 16.04.2015. Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á hótel Geysir á jörðinni Haukadalur 4 (L167101) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun er 9.422,6 m2
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
12.  Stóranefsgata 5 (L191270); Tilkynningarskyld framkvæmd; Sumarhús – viðbygging – 1812037
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 17.12.2018 móttekin sama dag frá löggildum hönnuði Ellerti Hreinssyni til að byggja við sumarhús 26,5 m2 á sumarhúsalóðinni Stóranefsgata 5 (L191270) í Bláskógabyggð. Heildastærð eftir stækkun á sumarhúsi verður 98 m2. Þinglýstir eigendur skv. Þjóðskrá Ísland eru Guðfinna Nanna Gunnarsdóttir og Jóhann Ingi Gunnarsson.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
Flóahreppur – Almenn mál
13.  Þingborg (166286); Umsókn um byggingarleyfi; Bílskúr mhl 02 – viðbygging, geymsla – 1811066
Fyrir liggur umsókn Flóahrepps dags. 29.11.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja geymslu við bílskúr mhl 02 skv. Þjóðskrá Íslands á lóðinni Þingborg (L166286) í Flóahreppi (Krakkaborg).
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
14.  Langholt 2 (L166249); Umsókn um byggingarleyfi; Bílskúr – breyting – 1812040
Fyrir liggur umsókn Ragnars Vals Björgvinssonar dags. 18.12.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta bílskúr mhl 16 í gistiaðstöðu á jörðinni Langholt 2 (L166249) í Flóahreppi
Vísað til skipulagsnefndar.
Ásahreppur – Umsagnir og vísanir
15. Miðás (l211096); Umsögn um rekstrarleyfi; Gisting – 1811048
Móttekinn var tölvupóstur 19.11.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, minna gistiheimili (C) frá Ástu B. Ólafsdóttur á jörðinni Miðás (L211096), fasteignanúmer F231033, matseining 010103 gistiheimili í Ásahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II flokkur C Minna gistiheimili. Gestafjöldi allt að 10 manns.
16. Kálfholt (L2198029); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1812026
Móttekinn var tölvupóstur 10.12.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, íbúðir (F) frá Ísleyfi Jónssyni á jörðinni Kálfholt (L165294), Ásahreppi, mhl 040101 (véla/verkfæra geymsla) skv. Þjóðskrá Íslands.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II flokkur F. Gestafjöldi allt að 6 manns.
Hrunamannahreppur – Umsagnir og vísanir
17. Syðra-Langholt (L207348); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1810044
Móttekinn var tölvupóstur þann 22.10.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. II, stærra gistiheimili (B) frá Riding Tours South Iceland ehf. kt. 430616-1450, fasteignanúmer F2203704 að Syðra-Langholti (L207348) í Hrunamannahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II flokkur B í fasteign F2203704. Gestafjöldi allt að 23 manns.
18.  Syðra-Langholt 3 lóð (L198343); Umsögn um rekstrarleyfi, frístundahús – 1811017
Móttekinn var tölvupóstur þann 27.08.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar án veitingar í fl. II, frístundahús (G) frá Riding Tours South Iceland ehf. kt. 430616-1450, fasteignanúmer F2224481 að Syðra-Langholti 3 lóð (L198343) í Hrunamannahreppi.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis í frístundarhúsum að Syðra-Langholti 3 lóð (L198343).
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir
19. Þrastalundur lóð 1 (L201043); Umsögn um rekstrarleyfi, veitingar – 1812032
Móttekinn var tölvupóstur þann 11.12.2018 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi í fl. II, veitingahús (A) frá Celio veitingum í Þrastalundi lóð 1 (F2274872) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé rekstrarleyfi í fl. II. Veitingahús fyrir allt að 120 manns.

 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

 

Davíð Sigurðsson    Rúnar Guðmundsson
 Stefán Short    Lilja Ómarsdóttir
 Halldór Ásgeirsson