Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 6. apríl 2018

Afgreiðslur byggingarfulltrúa  18 – 76. fundur

haldinn  að Laugarvatni, 6. apríl 2018

og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi og Guðmundur Þórisson Áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

 

 

1.  

Hrunamannahreppur:

Núpstún: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – 1802032

Sótt er um leyfi til að byggja fjós 748,7 fm2 og 5016,4 m3.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
2.   Jata: Umsókn um niðurrif: Sumarhús mhl 10 – 1803064
Sótt er um leyfi til að fjarlægja sumarhús mhl 10 sem er 9,1 ferm, byggingarár 1984 skv. Þjóðskrá Íslands.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrif á matshluta 10.
3.   Grund (166895): Stöðuleyfi: Gistirýmiseiningu – 1804030
Sótt er um stöðuleyfi fyrir færanlegar gistirýmiseiningar
Byggingarfulltrúi synjar umsókn um færanlegar gistirýmiseiningar.
4.   Hrepphólar (166767): Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – 1804034
Sótt er um leyfi til að byggja íbúðarhús 68,9 m2 og 246 m3 úr timbri.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
5.   Dalbær 3 (166736): Stöðuleyfi: Gámar – 1804021
Sótt er um stöðuleyfi fyrir tvo gáma
Byggingarfulltrúi synjar umsókn um stöðuleyfi.

 

 

 

6.  

 

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Kiðjaberg lóð 129: Umsókn um takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi – 1804001

Sótt er um graftarleyfi fyrir sumarhús um 320 m2 og geymsluskýli um 35 m2
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta.
7.   Selhólsbraut 4: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1803016
Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhúsið 50,8 m2 og 179,3 m3 úr timbri. Heildarstærð eftir stækkun er 141,7 m2
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
8.   Minni-Borg L168263: Umsókn um niðurrif: Mhl 03, 05 og 13 – 1803065
Sótt er um leyfi til að fjarlægja þrjá matshluta af lóðinni. Um er að ræða mhl 03, gripahús, 94,7 ferm byggingarár 1954, mhl 05, hlaða, 120 ferm, byggingarár 1935 og mhl 13, hesthús, 56,0 ferm, byggingarár 1954 samkvæmt Þjóðskrá Íslands.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrif á mhl. 03, 05 og 15.
9.    

Réttarhólsbraut 2 (169935): Tilkynningarskyld framkvæmd; Sumarhús – viðbygging – 1803041

Tilkynnt er stækkun á sumarhúsi á Réttarhólsbraut 2, 39,9 m2 úr timbri. Heildarstærð eftir stækkun er 92,3 m2 og 259,8 m3
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
10.   Neðan-Sogsvegar 44D: Tilkynningarskyld framkvæmd : Smáhýsi – 1803014
Tilkynnt er bygging smáhýsis 21,6 m2 og 71,7 m3 úr timbri
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
11.   Heiðarimi 10: Stöðuleyfi: Búslóðagám – 1804025
Sótt er um stöðuleyfi fyrir búslóðagám
Byggingarfulltrúi synjar umsókninni.
12.   Hraunbraut 10 (213338): Stöðuleyfi: Vinnuskúr og verkfæraskúr – 1804033
Sótt er um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr og verkfæraskúr meðan verið er að byggja íbúðarhús.
Samþykkt að veita stöðuleyfi vegna byggingaframkvæmda. Leyfið er veitt til 4. apríl 2019.
 

13.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Ósabakki I: Umsókn um byggingarleyfi: Braggi – 1803017

Sótt er um leyfi til að byggja bragga í stað þess sem var þar áður.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
14.   Hæll 1 (166569): Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – viðbygging – 1803066
Sótt er um leyfi til að byggja kvígufjós með haughúskjallara við núverandi fjós, mhl 13. Viðbygging er 318,1 ferm og aukið rúmmál er 5.596,7 m3.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
15.   Bláskógabyggð:

Dynjandisvegur 28 (226004): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1804013

Sót er um leyfi til að byggja sumarhús 132,4 m2 og 401,3 m3.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
16.    

Reykholtsskóli (167198): Umsókn um takmarkað byggingarleyfi: Graftarleyfi – 1804003

Sótt er um graftarleyfi í Reykholtsskóla (167198) fyrir leikskólabyggingu
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta.
17.    

Brú (167070) ((Brúarvirkjun – starfsmannahús): Umsókn um byggingarleyfi: Starfsmannaaðstaða – Ístaks – 1803035

Sótt er um leyfi til að reisa 44 manna svefnskála úr stöðluðum gámaeiningum auk skrifstofuaðstöðu, mötuneyti og skemmu.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

 

 

18.   Skútabraut 5 (167560): Tilkynningaskyld framkvæmd: Gestahús – 1803070
Tilkynnt er bygging gestahús 27 m2 að Skútabraut 5
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
 

19.  

Flóahreppur:

Galtastaðir (198977): Umsókn um byggingarleyfi: Móttökustöð – 1804018

Sótt er um leyfi til að staðsetja móttökustöð 14,7 m2 og 36,4 m3 á Galtastöðum. Húsið verður flutt tilbúið á staðinn.
Samþykkt. Er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
 

20.  

Umsögn um rekstrarleyfi:

Efri-Brekka: Umsögn um rekstrarleyfi: Gisting – 1804036

Móttekin var tölvupóstur þann 21/03 2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga – íbúðir (F)
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugassemd við að veitt verði rekstrarleyfi í fl. II (Gististaður án veitinga). Veitt er leyfi fyrir gistingu, allt að 6 manns.
21.   Heslilundur 3: Umsögn um rekstrarleyfi: Gisting – frístundahús – 1804037
Móttekin var tölvupóstur þann 19/03 2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga – frístundahús (G)
Umsókn um rekstrarleyfi er synjað. Ekki er heimilt að gefa út rekstrleyfi í fl.II á sumarhúsasvæðum, sbr. reglugerð 1277/2016.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

 

 

___________________________                       ___________________________