Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 97 – 20. mars 2019

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 19 – 97. fundur

haldinn að Laugarvatni, 20. mars 2019

og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Stefán Short embættismaður.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, aðstoðarmaður byggingarfulltrúa.

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál
1. Laufás (L201664): Umsókn um byggingarleyfi: Hesthús – 1809009
Fyrir liggur umsókn Steins Loga Björnssonar og Önnu H. Pétursdóttur dags. 30.08.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja hesthús 150 m2 á jörðinni Laufás (L201664) í Ásahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
2.  Svartibakki (L226853); Umsókn um takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi – 1902031
Fyrir liggur umsókn Svartabakka dags. 13.02.2019 móttekin sama dag um takmarkað byggingarleyfi, leyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhugaðri skemmu á lóðinni Svartibakki (L226853) í Ásahreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
3.  Þerneyjarsund 18 (L168709); Umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd; Sumarhús – viðbygging – 1902035
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 15.02.2019 móttekin sama dag frá löggildum hönnuði Eyjólfi Valgarðssyni til að byggja við sumarhús 33,8 m2 á sumarhúsalóðinni Þerneyjarsund 18 (L168706) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 71,5 m2. Þinglýstur eigandi er Guðlaug Eyþórsdóttir.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
4. Kerhraun 46 (L197665); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1902055
Fyrir liggur umsókn Sergey Kuznetsov dags. 21.02.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 85,1 m2 á sumarhúsalóðinni Kerhraun 46 (L197665) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
5.  Vesturkantur 6 (L169407); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús auk stækkun – 1903024
Fyrir liggur umsókn Guðrúnar Bjargar Ragnarsdóttur og Lárusar Ragnarssonar dags. 01.03.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að endurbyggja sumarhús auk stækka um 15 m2 á sumarhúsalóðinni Vesturkantur 6 (L169407) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun er 52,3 m2
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
6.  Skógarskarð (L228226); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús mhl 01 og 02 – 1903029
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Björgvinssonar dags. 11.03.2019 móttekin 12.03.2019 um byggingarleyfi til að byggja tvö sambærileg sumarhús 32,3 m2, mhl 01 og 02 á sumarhúsalóðinni Skógarskarð (L228226) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. Davíð Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu máls.
7. Eystra-Geldingaholt (L166644); Umsókn um niðurrif; Sumarhús mhl 01 – 1903038
Fyrir liggur umsókn Bjarnheiðar K. Guðmundsdóttur og Sigfinns Þorleifssonar dags. 13.03.2019 móttekin 15.03.2019 um niðurrif á sumarhúsi mhl 01, byggingarár 1990, 27,5 m2 á sumarhúsalóðinni Eystra-Geldingaholti (L166644) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Samþykkt.
Bláskógabyggð – Almenn mál
8.  Lambhagi 16 (L202304); Tilkynningarskyld framkvæmd; Sumarhús – viðbygging – 1903025
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 05.03.2019 móttekin 06.03.2019 frá löggildum hönnuði Helga Kjartanssyni til að byggja við sumarhús 34,6 m2 á sumarhúsalóðinni Lambhagi 16 (L202304) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 136,2 m2. Þinglýstir eigendur eru Gylfi Rútsson og Ágústa Kristjánsdóttir.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
9. Hvannalundur 9 (L170446); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1901074
Fyrir liggur umsókn EÓE 59 ehf. dags. 29.01.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús með svefnlofti á grunni sem var samþykktur 29.11.2012 á sumarhúsalóðinni Hvannalundur 9 (L170446) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
10. Brúnir 5 (L227336); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1810030
Fyrir liggur ný umsókn með uppfærðum gögnum frá Guðborgu Hildi Kolbeinsdóttur móttekin 19.02.2019 um byggingarleyfi til að flytja tvö hús og fá leyfi til að byggja viðbyggingu á milli þeirra á sumarhúsalóðinni Brúnir 5 (L227336) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun verður 90 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
11. Brúarhvammur (L167071); Stöðuleyfi; Matarvagn – 1903031
Fyrir liggur umsókn Kvótasölunnar ehf. dags. 07.03.2019 móttekin sama dag um stöðuleyfi fyrir matarvagn sem til stendur að staðsetja tímabundið frá 01.05.2019 til 31.09.2019 á jörðinni Brúarhvammur (L167071) í Bláskógabyggð.
Umsókn er frestað. Óskað er eftir ítarlegri gögnum.
Flóahreppur – Almenn mál
12. Mosató 3 hótel Umsókn um byggingarleyfi Hótel – 1704009
Erindið er sett að nýju fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa, Mosató 3 (L225133) í Flóahreppi þar sem embættinu hefur borist breytt aðalteikning (brunahólfun, aðgengi ásamt fleiru), sjá teikningu dags. 28.02.2019. Herbergjafjöldi og stærð er óbreytt frá fyrri samþykkt eða 13 herbergja og 975,9 m2 úr steinsteypu.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt nær einungis til byggingar þar sem lóðarhönnun er ennþá í vinnslu.
Hrunamannahreppur – Umsagnir og vísanir
13. Grund (L166895); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1801015
Móttekinn var tölvupóstur þann 04.01.2018 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. IV, gististaður með áfengisveitingum – stærra gistiheimili (B) frá Gott bú ehf. á viðskipta- og þjónustulóðinni Grund (F2204003) í Hrunamannahrepp.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að gefið verði út rekstrarleyfi í fl. IV Gististaður með áfengisveitingum. Fjöldi gesta allt að 50 manns í veitingum og 32 manns í gistingu.
Gistirými sundurliðast þannig;
Mhl 020101 Gisting fyrir allt að 10 manns.
Mhl 030101 Gisting fyrir allt að 22 manns.
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir
14. Vesturbrúnir 8 (L196510); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1903033
Móttekinn var tölvupóstur þann 08.03.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, minna gistiheimili (C)frá Doina Manoila á sumarhúsalóðinni Vesturbrúnir 8 (F2275622) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Vesturbrúnum 8 á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
15. Hrosshagi 2 (L194843); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1901068
Móttekinn var tölvupóstur þann 24.01.2018 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, frístundahús (G) frá Gunnari Sverrissyni í Hrosshaga 2 (F2264756) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 6 manns.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00