15 jan Skipulagsnefndarfundur nr. 317 dags. 14. janúar 2026
Skipulagsnefnd – 317. fundur
haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 14. janúar 2026
og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Ísleifur Jónasson, Bjarni Hlynur Ásbjörnsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Davíð Sigurðsson og Sólrún Margrét Ólafsdóttir.
Fundargerð ritaði: Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
| Bláskógabyggð | ||
| 1. | Varmagerði L167143; Smáhýsi; Fyrirspurn – 2601018 | |
| Lögð er fram fyrirspurn er varðar Varmagerði L167143 í Bláskógabyggð. Í fyrirspurninni felst hvort heimilt sé að byggja 2-4 lítil smáhýsi á landinu. | ||
| Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórnar Bláskógabyggðar að taka neikvætt í fyrirspurnina þar sem að hún er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulagsskilmála. | ||
| 2. | Efsti-Dalur 2 L167631; Byggingarreitur stækkaður; Deiliskipulagsbreyting – 2601015 | |
| Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Efsta-Dals 2 L167631 í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að byggingarreitur á fjósi stækkar um 110 m2. | ||
| Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | ||
| 3. | Hrosshagi 5B L233479; Vegagerð, aðkomuvegur; Framkvæmdarleyfi – 2601013 | |
| Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Hrosshaga 5B L233479 í Bláskógabyggð. Í framkvæmdinni felst vegalagning í landinu skv. deiliskipulagi og samþykki Vegagerðarinnar. |
||
| Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
| 4. | Reykholtsbrekka og Mosar; Skipting lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2601026 | |
| Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Reykholtsbrekku og Mosa í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að lóðinni Reykholtsbrekku 1 er skipt í tvær lóðir, Reykholtsbrekku 1 og Reykholtsbrekku 1a. Bætt er inn gangstétt vestan við götuna Mosa, milli Miðholts og Kistuholts. Legu gangstéttar innan lóðar Aratungu er breytt í samræmi við núverandi legu hennar. | ||
| Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. | ||
| 5. | Úthlíð 2 L167181; Afmörkun lóðar Vörðás 6; Deiliskipulagsbreyting – 2510044 | |
| Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar, eftir grenndarkynningu, sem tekur til Úthlíðar 2 L167181 í Bláskógabyggð. Breytingin felst í afmörkun nýrrar 3.442,8 m2 lóðar sem fær staðfangið Vörðás 6. Aðkoma að lóðinni er frá Laugarvatnsvegi (nr. 37) og þaðan um aðkomuveg sem liggur um frístundabyggðina. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
| Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggð að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir grenndarkynningu. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
||
| Flóahreppur | ||
| 6. | Mýrar 5 L238880; Mosamýri; Breytt heiti lóðar – 2601017 | |
| Lögð er fram umsókn er varðar nýjan staðvísi fyrir L238880. Óskað er eftir því að Mýrar 5 fái nafnið Mosamýri. | ||
| Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að málinu verði hafnað þar sem að nýtt staðfang uppfyllir ekki skilyrði reglugerðar 577/2017 um skráningu staðfanga. | ||
| 7. | Oddgeirshólar land L166270; Hitaveituhola OH-01; Framkvæmdarleyfi – 2601025 | |
| Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Oddgeirshóla lands L166270 í Flóahreppi. Í framkvæmdinni felst borun hitaveituholu við hliðina á núverandi holu (OH-01) í Leirförum í landi Oddgeirshóla. | ||
| Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
| 8. | Þingborg L166286; Íbúðabyggð ÍB5; Framkvæmdarleyfi – 2601028 | |
| Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til íbúðabyggðar ÍB5 við Þingborg í Flóahreppi. Í framkvæmdinni felst gerð á nýjum götum við Þingborg og Þingmóa auk þess sem vegtengingu fyrir hverfið er breytt innan svæðisins við Þingborg. | ||
| Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
||
| Grímsnes- og Grafningshreppur | ||
| 9. | Hestur lóð 54 L168563; Fjarlægð frá lóðarmörkum og byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2601014 | |
| Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundasvæðisins að Hesti í Grímsnes- og Grafningshreppi. Annars vegar tekur breytingin til Hests lóðar 54 L168563, þar sem byggingarreitur er skilgreindur í 10 metra fjarlægð frá lóðarmörkum í stað 15 metra frá norður mörkum lóðarinnar. Hins vegar tekur breytingin til almennra skilmála deiliskipulagsins er varðar byggingarheimildir fyrir aukahús og hámarks stærðir frístundahúsa. Breytingin felur í sér að kröfum um hámarks fermetrafjölda aðal- og aukahúsa eru felldar út úr greinargerð. Takmörkun á byggingarmagni miðast eingöngu við hámarks nýtingarhlutfall 0,03 | ||
| Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | ||
| 10. | Hraunbraut 9 L204145 og 11 L204145; Aukið byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2601010 | |
| Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Hraunbrautar 9-11 L204145 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall hækkar úr 0,30 í 0,38. | ||
| Skipulagsnefnd UTU vísar erindinu til sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps. | ||
| 11. | Hraunbraut 5 L204146 og 7 L204146; Aukið byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2601009 | |
| Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Hraunbrautar 5-7 L204146 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall hækkar úr 0,30 í 0,34. | ||
| Skipulagsnefnd UTU vísar erindinu til sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps. | ||
| 12. | Berjaholtslækur; Stækka byggingarreit; Deiliskipulagsbreyting – 2510031 | |
| Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar, eftir grenndarkynningu, sem tekur til Berjaholtslækjar 5 L197771 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits þannig að fjarlægð frá lóðarmörkum er 10 metrar á alla vegu. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
| Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir grenndarkynningu. Í ljósi athugasemda brýnir nefndin fyrir lóðareiganda að halda lóðinni snyrtilegri. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
| 13. | Tjaldafell fjallaríki L175568; Fjölgun lóða, auka byggingarheimildir og gistirými; Aðalskipulagsbreyting – 2511039 | |
| Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er skálasvæðið við Tjaldafell, norðaustan Skjaldbreiðar. Í breytingunni felst að afþreyingar- og ferðamannasvæði stækkar úr 5 ha í 14,7 ha, lóðum er fjölgað úr 10 í 13 og settir eru skilmálar fyrir svæðið, s.s. byggingarheimildir á hverri lóð og fjöldi gesta. | ||
| Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja aðalskipulagsbreytinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
| 14. | Biskupstungnabraut og Þingvallavegur; Hjólastígar; Aðalskipulagsbreyting – 2509014 | |
| Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst að settir eru inn göngu- og hjólreiðastígar meðfram Biskupstungnabraut og Þingvallavegi. Markmiðið er að bæta möguleika á vistvænum samgöngum, öryggi vegfarenda og heilsu íbúa og gesta, samhliða uppbyggingu ferðaþjónustu og annarrar þjónustu í sveitarfélaginu. | ||
| Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja aðalskipulagsbreytinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
||
| Hrunamannahreppur | ||
| 15. | Hrafnabjörg L194595; Breyttir landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting – 2212038 | |
| Lögð er fram, eftir auglýsingu, skipulagstillaga vegna breytingar á aðalskipulagi Hrunamannahrepps landi Hrafnabjarga. Innan frístundahúsareits F20 verður landsvæði Hrafnabjarga leiðrétt með því að færa frístundahúsasvæðið út af núverandi skógræktarsvæði og yfir í Klapparholt þar sem ræktunarskilyrði eru óhentug m.t.t. landbúnaðar. Skógræktarsvæði verður sýnt þar sem frístundabyggð er sýnd í landi Hrafnabjarga á reit F20 í gildandi aðalskipulagi. Í breytingunni felst því tilfærsla á landbúnaðarsvæði yfir í frístundasvæði og frístundasvæði yfir í skógræktarsvæði. Umsagnir bárust á auglýsingatíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum. | ||
| Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við þeim athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
|
Skeiða- og Gnúpverjahreppur |
||
| 16. | Sandlækur 2 L166591; Verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2512021 | |
| Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst að sett verður inn nýtt verslunar- og þjónustusvæði sem nær yfir Sandlæk 2 L166591, Sandlæk I land 4 L212043, Sandlæk 1 lóð 5 L217870, Sandlæk 2 lóð L209688 og Sandlæk 1 L201306. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Markmið með breytingunni er að heimila gistingu fyrir allt að 40 gesti á um 3 ha svæði. Föst búseta verður áfram á svæðinu og heimilað verður að halda áfram búskap. |
||
| Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
| 17. | Stóra-Mástunga 1 L166603; Efnistökusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2511005 | |
| Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst að sett er inn ný náma í landi Stóru-Mástungu. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Með breytingunni er heimiluð allt að 45.000 m3 efnistaka á 2 ha svæði. | ||
| Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja aðalskipulagsbreytinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
| 18. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 26-241 – 2601001F | |
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30