Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 3. júní 2015

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-08. fundur  

haldinn  Laugarvatn, 3. júní 2015

og hófst hann kl. 13:00

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Byggingarfulltrúi

Guðjón Þórisson, Aðstoðarmaður byggingarfu

Kristján Einarsson

 

 

Fundargerð ritaði: Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi

 

 

 

Dagskrá:

 

1.   Bjarkarbraut 5: Umsókn um byggingarleyfi: Viðbygging – 1501054
Granni mál 201412285786. Viðbygging á sumarhúsi 32,9 ferm. úr timbri. Heildarstærð 98,3 ferm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
2.   Borgarbrún 4: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1506011
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 92,1 ferm og 281,1 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
3.   Borgarholtsbraut 6: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1505039
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri 122,1 ferm og 392,6 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
4.   Víðibrekka 24: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsluskúr – 1505003
Sótt er um leyfi til að byggja geymsluskúr úr timbri 16 ferm og 45,4 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
5.   Hæll 2 166570: Umsókn um byggingarleyfi: Geldneytahús – viðbygging – 1503050
Sótt er um að byggja geldneytahús úr stáli með steinsteyptum haugkjallara við fjós. Stærð 672,8 ferm og 2.612.6 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
6.   Heiðarbær Birkilundur 170203: Umsókn um byggingarleyfi: Bátaskýli – 1506002
Sótt er um leyfi til að byggja við bátaskýli 27,8 ferm úr timbri. Heildarstærð eftir stækkun verður 82,9 ferm og 241,1 rúmm.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
7.   Kjarnholt III spilda 212298: Umsókn um byggingarleyfi: Breyting – 1503052
Samþykkt byggingarleyfi fyrir breyttri notkun, grenndarkynning hefur farið fram.
8.   Sporðsholt 2: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1506010
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 127 ferm og 540,5 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
9.   Kjarnholt III spilda 212298: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1504037
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í flokki V, gististaður.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis fyrir gistiheimili fyrir allt að 24 gesti. Breytt notkun hússins hefur verið samþykkt og tekin út. Veittur er frestur til úrbóta í samræmi við úttekt eldarnareftirlits og byggingarfulltrúa dags 11.05.2015
10.   Haukadalur 3 lóð 193030: Umsögn um rekstrarleyfi: Breyting á rekstrarleyfi – 1506013
Umsögn um rekstrarleyfi í flokki V, gististaður.
Byggingarfulltrúi gerir ekki aths við að veitt verði rekstrarleyfi fyrir gististað í húsinu. Lokaúttekt hefur farið fram.
11.   Hrísholt 10: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt rekstrarleyfi – 1506014
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í flokki I, íbúðir.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði rekstrarleyfi til íbúðargistingar.
12.   Ásborgir 23: Umsögn um rekstrarleyfi: Breyting á rekstrarleyfi – 1506016
Umsögn um rekstrarleyfi í flokki V, hótel-gisting.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að rekstur verði hafinn í húsinu. Öryggisúttekt hefur verið gerð og veittur frestur til 25. júni að boða til lokaúttektar.
13.   Álftröð: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1506017
Umsögn um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, gistiheimili.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði rekstrarleyfi fyrir gististað í fl. II. Öryggisúttekt hefur farið fram. Veittur er frestur til 25. júní til að boða til lokaúttektar.