Skipulagsnefnd fundur nr. 168 – 12. desember 2018

Skipulagsnefnd – 168. fundur skipulagsnefndar

haldinn að Laugarvatni, 12. desember 2018

og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason og Rúnar Guðmundsson.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, Skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

 

1.

Ásahreppur:

Hellatún 1 L165286; Íbúðar- og landbúnaðarlóðir; Deiliskipulag – 1811063

Ásahreppur leggur fram umsókn, uppdrætti og greinargerð dags. 01.11.2018, fyrir deiliskipulag íbúðar- og landbúnaðarlóða sem óskað er eftir að tekið verði til málsmeðferðar. Deiliskipulagið tekur til 10 íbúðar- og landbúnaðarlóða úr landi Hellatúns landnr. 165286 í Ásahreppi. Aðkoma að lóðunum er af Suðurlandsvegi, við Landvegamót og um Ásveg (nr. 275) og Laufásveg (nr. 2756). Skipulagssvæðið er alls um 33 ha að stærð. Í aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022 er svæðið skilgreint sem 5 íbúðarlóðir Í6, og 5 landbúnaðarlóðir. Unnið var skipulag fyrir svæði árið 2004 en það kláraðist ekki í staðfestingarferli.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu fyrir íbúðar- og landbúnarðarlóðir í landi Hellatúns í samræmi við fyrirliggjandi gögn og mælist til að skipulagstillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Ásahrepps 2010-2022. Óska skal eftir umsögnum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Minjastofnunar Íslands og Vegagerðarinnar.
2.  Kálfholt 2 K2 L165296; Reitur F1; Breytt byggingarform; Deiliskipulagsbreyting – 1812010
Eyrún Jónasdóttir leggur fram umsókn um heimild til að breyta gildandi deiliskipulagi í Kálfholti 2. Breytingin myndi felast í að í stað 5 smáhýsa á reit F1, yrði heimilt að byggja allt að 120m2 hús ætlað til ferðaþjónustu. Svæðið er skilgreind í aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022 sem verlsunar- og þjónustusvæði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að unnin verði breyting á gildandi deiliskipulagi í Kálfholti í samræmi við meðfylgjandi umsókn.
 

3.

 Bláskógabyggð:

Tjörn L167174; Tjörn 4A og 1A; Stofnun lóða – 1812007

Lögð fram umsókn Gunnars og Snorra Guðjónssona, dags. 04.12.2018, um stofnun 2ja nýrra lóða úr jörðinni Tjörn L167174 skv. meðfylgjandi uppdrætti. Um er að ræða annars vegar 27.185 m2 lóð sem fengi heitið Tjörn 4A, utan um útihús, og hins vegar 27.947 m2 lóð sem fengi heitið Tjörn 1A og er einnig utan um útihús.
Kvöð er um aðkomu að lóð 4A um lóð 4 og aðkoma að lóð Tjörn 1A er frá Tjarnarvegi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun né heiti lóðanna með fyrirvara um lagfærð gögn í samráði við skipulagsfulltrúa. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
4. Tjörn L172439; Tjörn 4; Breytt afmörkun, stærð og heiti lóðar – 1812009
Lögð fram umsókn Gunnars og Snorra Guðjónssona, dags. 04.12.2018, um breytingu á skráningu íbúðarhúsalóðarinnar Tjörn L172439. Lóðin er skráð 20.000 m2 í Þjóðskrá en verður 2.013 m2 skv. lóðablaði en nákvæm mæling hefur ekki áður legið fyrir. Samhliða er óskað eftir að lóðin fái heitið Tjörn 4. Kvöð er gerð um aðkomu að lóð 4A um lóð 4.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við heiti, afmörkun og breytingu á skráningu lóðarinnar með fyrirvara um lagfærð gögn í samráði við skipulagsfulltrúa. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
5. Tjörn lóð L179043; Tjörn 2; Staðfest afmörkun og breytt heiti lóðar – 1812008
Lögð fram umsókn Gunnars og Snorra Guðjónssona, dags. 04.12.2018, um staðfestingu á afmörkun íbúðarhúsalóðarinnar Tjörn lóð L179043 skv. lóðablaði. Lóðin er skráð 2.000 m2 í Þjóðskrá og breytist stærð hennar ekki. Samhliða er óskað eftir að heiti lóðarinnar verði breytt í Tjörn 1.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við heiti, afmörkun og breytingu á skráningu lóðarinnar með fyrirvara um lagfærð gögn í samráði við skipulagsfulltrúa. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Mælt er með að íbúðarhúsalóðin Tjörn lóð L167175 fái heitið Tjörn 2.
6. Fell L167086: Ásahverfi: Frístundabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1809019
Selmúli ehf óskar eftir að gerð verði breyting á nýju aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, á þann veg að frístundasvæði merkt F65 verði stækkað og eldra deiliskipulag lagfært og uppfært á stafrænan kortagrunn. Í núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 15 lóðum og þar af eru 9 þeirra byggðar. Í nýju breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að lóðum fjölgi upp í 35. Lögð er fram skipulagslýsing dags.12.nóvember 2018 og er óskað eftir að hún verði tekið til málsmeðferðar í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Skipulagsnefnd leggst gegn fyrirhugaðri stækkun frístundasvæðis í land Fells, þar sem áform stangast á við ákvæði aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027. Þar segir að nýir áfangar frístundabyggðar innan hverrar jarðar verða ekki teknir til skipulagsmeðferðar fyrr en minnst 2/3 hlutar fyrri áfanga hafa verið byggðir.
7. Apavatn 2 L167621 Presthólar Malarnámur Aðalskipulagsbreyting – 1808061
Guðmundur Valsson leggur fram umsókn um að gerð verði breyting á aðalskipulagi Blákógabyggðar 2015-2027, þ.e. breytt landnotkun. Að færð verði inn í aðalskipuag Bláskógabyggðar 4.91 ha merking í landi Apavatns 2, fyrir malarnámu sem væri allt að 50.000 m3 að stærð. Náman fengi heitið E129. Meðfylgjandi er uppdráttur dags.15 nóvember 2018, með tillögu að breytingu á ofangreindu aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027.
Skipulagsnefnd samþykkir að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, þar sem færð verði inn á uppdrátt sveitarfélagsins merking fyrir ný námu E129 í landi Efra-Apavatns í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Vinna þarf ítarlegri gögn sem sýna nákvæmari afmörkun svæðis og greinargerð um efnistöku, frágang að efnistöku lokinni og umgengni á svæðinu á meðan á efnistöku stendur.

8. Snorrastaðir L168101; Aukið byggingarmagn á lóð; Fyrirspurn – 1812003
Félag Skipstjórnarmanna leggur fram fyrirspurn um, hvort leyfi fáist til að byggja nýtt frístundahús efst í horni lóðar þeirra og í staðinn yrðu rifin og fjarlægð tvö núverandi smáhýsi. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu. Stærð nýs húss yrði á milli 85-105m2. Einnig er óskað eftir að breikka göngustíg sem liggur að núverandi smáhýsum og gera akfæran 3m breiðan veg að nýju húsi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út bygggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Verði um frekari uppbyggingu að ræða þá er nauðsynlegt að vinna deiliskipulag fyrir svæðið.

9. Efsti-Dalur 1 L167630; Efsti-Dalur 1A; Stofnun lóðar – 1812015
Lögð fram umsókn Ólafs Björnssonar f.h. Sigurfinns Vilmundarsonar, dags. 28.11.2018, um stofnun nýrrar 3.678 m2 lóðar utan um núverandi íbúðarhús úr landi Efsta-dals L167630. Fyrir liggur samþykki eiganda upprunalandsins eftir umboði og eiganda aðliggjandi lóðar á hnitsettri afmörkun lóðarinnar. Gert er ráð fyrir að lóðin fái heitið Efsti-Dalur 1A. Kvöð er um aðkomu að lóðinni um núverandi heimreið jarðanna Efsta-Dals 1 og 2.
Ekki er gerð athugasemd við stofnun né heiti íbúðarhúsalóðar með fyrirvara um lagfærð gögn í samráði við skipulagsfulltrúa. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
10.  Haukadalur 4 L167101; Hótel Geysir og Geysisstofa; Ný lóð; Deiliskipulagsbreyting – 1812016
Lögð fram umsókn Sigurðar Mássonar dags. 07.12.2018, f.h. Sigríðar Vilhjálmsdóttur og Hótels Geysis, um breytingu á deiliskipulagi Hótels Geysis og Geysisstofu í landi Haukadals 4. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir 20.330 m2 lóð utan um nýtt Hótel Geysi ásamt hótelgarði og rútu- og bílastæðum. Byggingarskilmálar breytast ekki.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna sem er að mati nefndarinnar óveruleg og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er um aðra hagsmunaaðila að ræða en eigendur lóðar.
11. Kjarnholt 1 L167127; Kjarnholt 5; Stofnun lóðar – 1812022
Lagt fram erindi Þorsteins Magnússonar f.h. Magnúsar Einarssonar, dags. 4. desember 2018, þar sem óskað er eftir að skipta 205 ha landi (189 ha miðað við þurrlendi) úr jörðinni Kjarnholt 1 L167127 skv. meðfylgjandi lóðablaði. Gert er ráð fyrir að landeignin fái heitið Kjarnholt 5. Íbúðarhús, hlaða og hesthús eru innan afmörkunar nýja landsins. Aðkoma að landinu er um núverandi aðkomuveg frá Kjarnholtsvegi 2 og gert er ráð fyrir að aðkoma að landi upprunalandsins verði hér eftir frá Einiholtsvegi (358) um núverandi veg sem nefnist Fagradalsbraut sem liggur m.a. um spilduna Kjarnholt 1 land L217917.

Við gerð lóðablaðsins kom í ljós að afmörkun aðliggjandi lands, Kjarnholt 2 land 4 L205289, er ekki rétt og verður leiðrétt samhliða lóðastofnun Kjarnholta 5 og skráningu landsins breytt til samræmis lagfærðu lóðablaði.

Samhliða beiðni um stofnun lóðarinnar Kjarnholt 5 þá er óskað eftir umsögn sveitarfélagsins um að landið verði lögbýli.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun né heiti landeignarinnar Kjarnholt 5 með fyrirvara um að fyrir liggi samkomulag um aðkomu að Kjarnholtum 1. Ekki er gerð athugasemd við breytta afmörkun Kjarnholts 2 land 4. Þá er ekki gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. jarðalaga. Umsögn um lögbýli er vísað til sveitarstjórnar.
12. Skálholt lnr. 167166 Deiliskipulag – 1705001
Lögð fram, að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að deiliskipulagi fyrir Skálholtsjörðina ásamt umhverfisskýrslu og nær tillagan til allrar jarðarinnar sem er um 1.500 ha að stærð. Samkvæmt tillögunni eru m.a. afmarkaðir byggingarreitir fyrir byggingar tengdar Skálholtsskóla og vígslubiskupshúsi vegna þjónustu við ferðamenn auk endurskoðun lóða í Skálholtsbúðum. Þá er almennt hugað að skipulagi byggðar og búskaps, umhverfis, umferðar og gróðurs, bílastæði skilgreind og staðsetning Þorláksbúðar skoðuð. Einnig er afmarkað svæði fyrir skógrækt og endurheimt votlendis. Tillaga og greinargerð voru auglýstar frá 18. apríl til 31. maí 2018. Fyrir liggja umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Náttúrufræðistofu Íslands, Vegagerðarinnar og Minjastofnunar Íslands. Einnig bárust athugasemdir frá einstaklingum þ.e. frá Þorfinni Þórarinssyni dags. 6.5.2018 og Guðmundi Ingólfssyni og Elínborg Sigurðardóttur dags.23.5.2018. Athugasemdir þeirra voru á sömu lund þ.e. að þau leggja til að gera þurfi tengiveg innan Skálholtssvæðisins, þannig að ekki þurfi að fara út á þjóðveg til að fara á milli kirkjusvæðis annars vegar og hins vegar Skálholtsbýlisins. Gerðar hafa verið breytingar á tillögunni dags. 11.12.2018, eftir auglýsingartíma sem koma til móts við þá sem gerðu athugasemdir, og hefur verið afmarkaður vegur innan svæðis þ.e. tengivegur frá vegi að kirkju yfir að Skálholtsbýli og kirkjugarði. Við breytinguna mun verða lokað fyrir núverandi tengingu við Skálholtsveg að býlinu og kirkjugarði.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna breytingu á deiliskipulagstillögu Skálholtsjörðina í Bláskógabyggð dagsetta 11.12.2018 og mælist til að sveitarstjórn samþykki tillöguna og að hún verði auglýst að nýju skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
 

13.

Flóahreppur:

Þingborg (166286); Umsókn um byggingarleyfi; Bílskúr mhl 02 – viðbygging, geymsla – 1811066

Fyrir liggur umsókn Flóahrepps dags. 29.11.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja geymslu við bílskúr mhl 02 skv. Þjóðskrá Íslands á lóðinni Þingborg (L166286) í Flóahreppi (Krakkaborg).
Skipulagsnefnd gerir ekki atgugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi, þar sem fyrir liggur samþykki nágranna.
14.  Grænhólar lóð 1 lnr. 218185 Íbúðarhús, skemma og gistihús Lögbýli Deiliskipulag – 1708017
Lögð fyrir fund að lokinni kynningu (frá 28. febrúar til 16. mars 2018) skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123.2010, tillaga og umhverfisskýrsla að deiliskipulagi 9,8ha spildu í Grænhólum í Flóahreppi, þar sem gert er ráð fyrir að byggja íbúðarhús, skemmu og allt að þrjú lítil gistihús, auk þess að stofna lögbýli á landspildunni.
Fyrir liggja umsagnir frá Vegagerðarinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillögunar og umhverfisskýrslu/greinargerð og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 4.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

 15.

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Grímkelsstaðir 28 L170865, Stækkun sumarhúss; Fyrirspurn – 1812004

Sigurður Vífill Ingimarsson leggur fram fyrirspurn til skipulagsnefndar UTU, um hvort leyfi fáist til að byggja allt að 100m2 frístundahús á lóðinni Grimkelsstaðir 28. Landnr. 170865. Lóðin er 2500m2 að stærð.
Árið 2017 var búið að samþykkja hús uppá rúmlega 80m2 á lóðinni en hætt var við framkvæmdina. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið.
16.  Minni-Borg lóð 4 L221537; Breytt stærð lóðar (deiliskipulagsbreyting ) – 1812002
Örvar B. Hólmarsson leggur fram umsókn og uppdrátt dagsettan 27. nóvember 2018, um breytingu á gildandi deiliskipulagi Minni-Borga í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breytingin fellst í að lóð 4 er stækkuð úr 2.250m2 í 3.954m2 og að byggingarreitur stækki úr 1.400m2 í 2.980m2. Með breytingunni verði heimilt að byggja allt að 800m2 á lóðinni. Fyrir er á lóðinni þjónustuhús og veitingahús. Mænishæð getir verið allt að 8m og þakhalli frá 0-30 gráður. Að öðrum kosti gildi skilmálar eldra deiliskipulags frá árinu 2001.
Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Minni-Borgir skv. 1.mgr. 43. gr. skipulagalaga nr. 123/2010 og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr.41.gr.sömu laga.
17. Þóroddsstaðir L168295; Þóroddsstaðir 1, 2 og 3; Stofnun lóða – 1812014
Lögð fram umsókn Bjarna Þorkelssonar, dags. 4.12.2018, um stofnun þriggja lóða úr landi Þóroddsstaða L168295 skv. meðfylgjandi lóðablaði. Fyrst er að nefna lóð sem á að stofna utan um núverandi íbúðarhús á Þóroddsstöðum, 1.587 m2 og á að fá heitið Þóroddstaðir 1. Aðkoma að lóðinni er um núverandi heimreið Þóroddsstaða. Næst er um að ræða 10.574 m2 lóð staðsett við, og með aðkomu frá, Laugarvatnsvegi (37) og á að fá heitið Þóroddsstaðir 2. Sú þriðja er staðsett austast í landinu við Stangarlæk og er 10.574 m2 að stærð og á að fá heitið Þóroddsstaðir 3 og er með aðkomu frá Laugarvatnsvegi (37) til austurs um vegslóða sem liggur gegnum Þóroddsstaðaland rétt norðan eldri sumarhúsabyggðar og að nýju lóðinni.
Skipulagsnefnd telur að skoða þurfi betur hver fyrirhuguð notkun lóðanna verður og aðkomu ásamt heiti. Málinu frestað.
18. Kringla II L168259: Kringla 4-8 og Þorkelsholt: Stofnun lóða – 1809053
Lögð fram að nýju umsókn Þráins Jónssonar f.h. landeiganda, dags. 18. september 2018 um stofnun sex landeigna úr jörðinni Kringla 2 L168259. Gert er ráð fyrir að lóðirnar fái heitin Kringla 4, 5, 6, 7, 8 og Þorkelsholt. Sveitarstjórn gerði, á fundi sínum þ. 3. október sl., ekki athugasemd við stofnun lóðanna með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar fyrir vegtengingu að Kringlu 6, 7 og 8 og með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi landeigna.
Nú liggur fyrir samþykki allra aðila nema eiganda Kringlu 1 sem á land upp að Kringlu 4. Skv. umsækjanda hefur viðkomandi aðili ekki gert athugasemdir við afmörkunina en ekki skrifað undir þar sem hann hefur ekki skoðað gögnin almennilega og ekki fyrirséð hvenær það verður gert sem mun tefja lóðastofnun þeirrar lóðar. Afmörkun Kringlu 4 sem liggur upp að Kringlu 1 byggir á þinglýstri landskiptagjörð milli Kringlu 1 og 2 sem samþykkt er af hreppsnefnd Grímsneshrepps árið 1997. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun landeignanna en ekki er tekin afstaða til hnitsettrar lóðamarka milli Kringlu 1 og Kringlu 4. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. jarðalaga.
19.  Minni-Borg 2 (L226996); Umsókn um byggingarleyfi; Viðbygging og breytt notkun mhl 01 – 1811064
Fyrir liggur umsókn Þrastar Sigurjónssonar og Hildar Magnúsdóttur dags. 22.10.18 mótt. 28.11.18 um byggingarleyfi til að breyta íbúðarhúsnæði í gistihúsnæði og að byggja við húsið 33,5 m2 á Minni-Borg 2 (L226996) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út bygggingarleyfi.
20. Villingavatn (L170961); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1812005
Fyrir liggur umsókn Ólafs Arnars Oddssonar dags. 3.12.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 63 m2 ásamt að fjarlægja það hús sem fyrir er, byggingarár 1968 og 42,8 m2 skv. Þjóðskrá Íslands á lóðinni Villingarvatn (L170961) í Grímsnes og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út bygggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar.
21. Neðra-Apavatn L168269; Neðra-Apavatn 2; Stofnun lóðar – 1812017
Lögð fram umsókn Sigurlínar Grímsdóttur, dags. 7.12.2018, um stofnun 53,6 ha lands úr landi Neðra-Apavatns L168269, skv. meðfylgjandi uppdrætti. Gert er ráð fyrir að landið fái heitið Neðra-Apavatn 2. Stefnt er að stofnun lögbýlis með stofnun landsins og er óskað eftir umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar lögbýlisstofnunar. Samhliða umsókn um stofnun landeignarinnar liggur einnig fyrir umsókn í öðru máli um staðfestingu á afmörkun nokkurra lóða sem liggja upp að nýja landinu. Á meðfylgjandi lóðablaði liggur fyrir samþykki meðeigenda upprunalandsins (Magnúsar Grímssonar og Magnúsar H. Jónssonar) sem eru líka eigendur aðliggjandi landeigna á afmörkun nýju landeignarinnar. Gert er ráð fyrir aðkomu að landinu annars vegar frá Laugarvatnsvegi (37) um núverandi heimreið Neðra-Apavatns og þaðan um vegslóða sem liggur að landinu og hins vegar frá Laugarvatnsvegi (37) um núverandi veg sem liggur að frístundalóðum við Apavatn.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun landeignarinnar með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar vegna aðkomu að landinu. Ekki er gerð athugasemd við heitið Neðra-Apavatn 2. Þá er ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. jarðalaga. Umsögn um lögbýli er vísað til sveitarstjórnar.
22.  Neðra-Apavatn lóð L169324-28 (bein númeraröð 5 lóða); Fannarlækur; Breytt afmörkun og skráning lóða – 1812018
Lögð fram umsókn eigenda 5 lóða úr Neðra-Apavatni, dags. 1.12.2018 um staðfestingu á afmörkun viðkomandi lóða og breyttri skráningu á stærð þeirra í samræmi við hnitsetta afmörkun skv. meðfylgjandi lóðablaði. Um er að ræða lóðirnar Neðra-Apavatn lóðir 1 til 5, L169324-328. Ekki hefur áður legið fyrir nákvæm afmörkun lóðanna. Samhliða er óskað eftir að lóð 1 L169324 fái heitið Fannarlækur. Eigendur lóðanna 5 eru einnig eigendur upprunalandsins, Neðra-Apavatn L168269 og liggur fyrir samþykki þeirra á afmörkun lóðanna. Fyrir liggur umsókn í öðru máli um stofnun landeignar sem liggur upp að viðkomandi lóðum og er sýnd á sama lóðablaði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðanna og ekki er gerð athugasemd við að lóð nr. 1 fái heitið Fannarlækur. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. jarðalaga.
23.  Öndverðarnes lóð 11 L170101; Öndverðarnes 2 lóð; Staðfest afmörkun og breytt heiti lóðar – 1811020
Lögð fram að nýju umsókn Helga Þ. Ágústssonar, dags. 09.11.2018, um breytingu á skráningu heitis og staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Öndverðarnes lóð 11 L170101. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar þar sem skoða þurfti betur önnur heiti á svæðinu. Umsækjandi hefur nú fallið frá beiðni um breytingu á heiti en óskar eftir staðfestingu á afmörkun lóðarinnar skv. meðfylgjandi lóðablaði þar sem nákvæm afmörkun hennar hefur ekki áður legið fyrir. Lóðin er skráð 10.000 m2 í Þjóðskrá og skv. hnitsetningu er hún 10.076 m2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar með fyrirvara um lagfærð gögn í samráði við skipulagsfulltrúa og með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðarmarka. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. jarðalaga.
24.  Nesjavallavirkjun L170925; Borun vinnsluholu NJ-31 á orkuvinnslusvæði; Framkvæmdaleyfi – 1811046
Orku náttúrunnar óska eftir framkvæmdaleyfi til að bora vinnsluholu/uppbótarholu á orkusvæði Nesjavallavirkjunar sbr. umsókn dags. 18.11.2018 og lýsingu verks dags. 28.11.2018. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir og mat á umhverfisáhrifum og einnig í samræmi við aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020. Markmiðið með borun uppbótarholu er að mæta rýrnun á gufuforða virkjunarinnar. Framkvæmdin felst í eftirfarandi: Gerð borholustæðis, borun vinnsluholu og lagning jarðstrengs ofanjarðar. Framkvæmdin tekur til vinnsluholu NJ-31 sem staðsett verður á borsvæði Nesjavallavirkjunar þar sem nú þegar hafa verið boraðar NJ-11, NJ-23, NJ-24 og NJ-25.
Skipulagsnefnd óskar eftir að fulltrúar Orku náttúrunnar mæti til fundar með skipulagsnefnd UTU og útskýri nánar umfang framkvæmdarinnar.
 

25.

 Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Sandlækjarkot (L166588); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúð og skemma – 1811024

Fyrir liggur umsókn Þórdísar Eiríksdóttur dags. 08.11.2018 móttekin 12.11.2018 um byggingarleyfi til að byggja íbúð með svefnlofti og skemmu með geymslulofti 174,8 m2 á jörðinni Sandlækjarkot (l166588) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út bygggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar.
26. Miðhús 1 L166579; Miðhús 1A; Stofnun lóðar – 1812020
Lögð fram umsókn Brynju Marvinsdóttur, dags. 6. desember 2018, um stofnun 8,85 ha lands úr landi Miðhúsa 1 L166579 skv. meðfylgjandi lóðablaði. Gert er ráð fyrir að nýja landeignin fái heitið Miðhús 1A. Íbúðarhús og gripahús eru innan afmörkunar nýju spildunnar. Aðkoma að landinu er frá Þjórsárdalsvegi um núverandi heimreið og er kvöð á landinu um aðkomu að jörðinni Miðhús 2 og öðrum þegar stofnuðum lóðum sem hafa aðkomu um sömu heimreið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun landeignarinnar, með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðarmarka. Ekki er gerð athugasemd við heitið. Þá er ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. jarðalaga.
27.  Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 91 – 1811007F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 5. desember 2018.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00

 

Árni Eiríksson    Björgvin Skafti Bjarnason
 Helgi Kjartansson    Halldóra Hjörleifsdóttir
 Ingibjörg Harðardóttir    Guðmundur J. Gíslason